Studia Islandica - 01.06.1940, Side 11

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 11
9 stefna að öðru marki. Ef Hrafnkatla, sem getur ekkí verið rituð fyrr en 300—350 árum eftir að atburðirn- ir gerast, væri áreiðanleg í öllum aðalatriðum, þá hlyti hún að hafa geymzt allan þennan tíma í nokk- urn veginn föstu formi í arfsögnum. Hún er svo stutt og samfelld, að hún hafði betri skilyrði til þess en nokkur önnur íslendinga saga, sem eg kann að nefna. Hún hefur engar vísur við að styðjast, svo að hún væri þá sérstaklega glöggt dæmi þess, að arfsögn í sundurlausu máli einungis hefði haldizt vel og lengi. Og ef hún væri rituð að mestu leyti eins og hún hefur verið sögð, þá er hún svo ágætt listaverk, að fyrir því væri lítil takmörk, hverjar hugmyndir vér mætt- um gera oss um þroska hinnar munnlegu sagnalistar. Því kemur næst til greina að athuga, hvort sagan ber þess nokkur óræk merki að vera skráð eftir munn- mælum. Hefur hún myndazt smátt og smátt í þjóð- sögnum, eða hefur einn maður samið hana? Til þess að geta svarað þessari spurningu skynsam- lega, er nauðsynlegt að gera nokkura grein fyrir þeim listartökum, sem beitt er í meðferð efnisins. Lík- ist hún alþýðlegri frásagnarlist, eða er hún af því tagi, að eðlilegra sé að eigna hana einum höfundi, sem var í senn mikið skáld og hámenntaður maður? Þá skal þess að lokum getið, að ýmsum atriðum, gárd og helligdom, vitnar Magnus Olsen í söguna: „Hrafnkell Freysgode bodde f0rst pá Aðalból, men denne gárd mátte han forlate, og han nedsatte sig i en annen bygd, pá Hrafnkelsstað- ir“. Þetta dæmi verður litils virði, ef Hrafnkell hefur hvorki búið á Aðalbóli né Hrafnkelsstöðum. En með því er vitanlega ekki sagt, að niðurstaðan um aldur bæjarnafnanna, sem enda á s t a ð i r, haggist, þó að þessa eina dæmis missi við. — Hrylli- leg dæmi þess að þykjast vera að skrifa sögu (menningarsögu) fornra tíma, en grauta saman hinum misjöfnustu heimildum eftir kokkabók sagnfestukenningarinnar, má finna í Midgards Untergang, eftir Bernhard Kummer, og Den nordiska religionen och kristendomen, eftir Helge Ljungberg.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.