Studia Islandica - 01.06.1940, Side 25

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 25
23 ið Arnþrúður er fátítt, en það er norrænt og ekki út- lent. Hvort bærinn hefur v,erið nafnlaus þangað til ambáttin dó og hvort það hefur verið venja að halda nöfnum látinna ambátta á lofti með því að kenna bæi eiganda þeirra við þær, veit eg ekki. En hafi Arnþrúð- arstaðir í Breiðdal nokkurn tíma verið til, þætti mér ekki ótrúlegt, að nafnskýringin a. m. k. væri skáld- skapur höfundar. Næsti áfanginn er í Skriðdal. Þar er sá munur á, að Hrafnkell æir þar aðeins, en Hall- freður gerir þar bú, og er nánar tiltekið, að það hafi verið í Geitdal, sem er önnur álma Skriðdals. En í báðum heimildum segir frá því, að maður kom að H (-rafnkeli, -allfreði) í draumi og varaði hann við að dveljast þar lengur, síðan hljóp fram skriða á án- ingarstaðinn (bæinn), og fórust þar tvær skepnur, göltur og griðungur í Landn., göltur og hafur í Hrafn- kötlu (textinn er ekki alveg öruggur, en sennilegast er, að göltur sé upprunalegri lesháttur en geit [gul- geit, gaulbert], eins og Jakobsen hyggur). Nafnið G e i t d a 1 u r líkist fjölda annara örnefna, sem dreg- in eru af því, að skepnur hafa gengið þar, ,en vel má þó vera, að hér sé annað tilefni. En hitt er víst, að þó að skriður hafi fallið víðar um Skriðdal, eins og nafn- ið bendir til, þá hefur hin mesta og frægasta fallið í Geitdal. I prestssögu Guðmundar góða (smbr. Kon- ungsannál og Flateyjarannál) segir, að 1185 „hljóp skriða austr í Geitdal ok týndusk átján menn“. Senni- legt er, að það sé menjar þeirrar miklu skriðu, sem seinni tíma menn hafa sett í samband við frásöguna í Landnámu og hafi komið höfundi Hrafnkötlu til þess að ákveða nánar dvalarstað Hallfreðar og setja hafurinn í stað griðungsins. Ef vér trúum nú betur Landn. og ættartölunni í Njálu, að Hrafnkell hafi verið Hrafnsson og ekki Hallfreðarson, þá verður skýring sögunnar á Hall- freðargötu ein af hinum uppspunnu nafnaskýr-

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.