Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 31

Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 31
29 ■dalnum, þó að Sigurði Vigfússyni litist enn betur á sig þar sem hann hugði Laugarhús hafa verið. Sig- urður Vigfússon trúði því fyrir fram, að Hrafnkell hefði búið á Aðalbóli, fann þar tóftir eftir útibúr hans og skála, leitaði jafnvel uppi haug hans, gróf hann upp og flutti beinin til Reykjavíkur.1) 1) Matthías Þórðarson þjóðminjavörður hefur sýnt mér þá vinsemd að gefa mér skýrslu um þessi bein, og fer hún hér á eftir. Getur hver, sem vill, ráðið af henni, hver líkindi muni vera til, að Sigurður hafi hitt á „haug Hrafnkels". En þessi eru um- mæli Matthíasar Þórðarsonar (í bréfi til mín): „Samkvæmt tilmælum þínum hef eg athugað á ný bein þau, sem Sigurður Vigfússon gróf upp 11. júlí 1890 úr „haug, sem var um 80 faðma út frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal". Þau eru nú með tölumerkinu 3466 og 3467. Um 20 örfúnir viðarbútar, sem hann fann með beinunum, eru með tölumerkinu 3468. Hann telur þetta komið til safnsins 4. sept. s. á., lýsir því ekki í dagbók safnsins, en vitnar í dagbók sína frá rannsókninni, og er hana að finna prentaða á bls. 39—42 í Árbók Fornleifafélagsins 1893. Hann lætur þess þó getið í dagbók safnsins, að beinin nr. 3466 sé „Hrafnkels Freysgoða“. — Mér virðist stærð þessara beina, nr. 3466, helzt benda til, að þau sé úr kvenmanni. Þau eru ekki lengri en svo, að maðurinn, sem þau eru úr, hefur verið um 166 cm. að hæð, þau eru öll fremur grönn, höfuðkúpan fremur lítil og framtennur fremur smáar, þær, sem nú eru með beinunum. Tennurnar virðast benda til, að þessi maður hafi verið um fimmtugt, er hann dó. — Hin beinin, nr. 3467, eru öllu gildari og kunna að vera úr karlmanni, en mjög hefur hann verið lágur vexti, og það, sem enn er til af kjálkunum, bendir til, að hann hafi dáið fjörgamall. — Af skýrslu Sigurðar Vigfússonar má sjá, að honum hafa virzt viðarleifar þær, sem hann fann með beinunum, „sem sviðnar í eldi að utan“, og hann áleit, að „brennd- um viði hefði verið dreift ofan á líkin“. Þeir viðarbútar, sem nú eru nr. 3468, bera engin merki þess, að þeir hafi verið sviðnir eða brenndir, og stafar svarti liturinn, sem enn er á þeim sum- um, ekki af bruna, enda er hann venjulegur á við, sem hefur ver- ið mjög lengi í jörðu. — Sigurður Vigfússon fann enga gripi með þessum beinum, sem bent gæti á, frá hvaða tíma þau sé, né hvort þau eru heldur úr karli eða konu, en lega beinanna nr. 3466 í moldinni, að þau lágu frá norðri til suðurs, bendir til, að þau muni vera frá heiðni. Sigurður kveðst hafa fundið „ryðmold og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.