Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 36
34
Hrafnkelsstöðum er og ótrúleg, að hann hafi getað
eflzt svo að auði og völdum á einum sex árum,1) jafn-
vel þó að ekki sé tekið tillit til þess, í hvaða umhverfi
þetta átti sér stað, sem áður er talað um. Höfundin-
um hefur þar orðið það á, sem honum sjaldan verð-
ur, að kunna sér ekki fullt hóf, því að Hrafnkell hefði
vel getað náð sér niðri á ekki meira manni en Sámur
var án þess að vera orðinn slíkur höfðingi. Samt verð-
ur því ekki neitað, að með þessu bætir hann að vissu
leyti lýsingu Hrafnkels, eins og síðar mun getið. Um
Væringjana tvo, Þorkel lepp og Eyvind, er áður tal-
að. Þeir eru annað dæmi þess, að of mikið er í borið.
Þriðja dæmi hins sama eru píslir þær, sem Hrafnkell
og menn hans eru látnir sæta, en að þeim verður vik-
ið síðar. Fleira mætti nefna, sem fremur hefur á sér
blæ skáldskapar en sannrar sögu, en um það er betra
að ræða í sambandi við meðferð efnisins.
Það ætti nú þegar að vera orðið ljóst, að einungis
örfá atriði í Hrafnkötlu fá stuðning af öðrum heim-
ildum, í raun og veru ekki önnur en þau, sem sögunni
og Landnámu ber saman um: að Hrafnkell hafi ver-
ið höfðingi, numið Hrafnkelsdal og búið þar og átt
tvo sonu, Ásbjörn og Þóri. Hin eru miklu fleiri, sem
gildar ástæður eru til þess að telja tilbúning, og með-
al þeirra eru meginatriði sögunnar. Sumt verður að
liggja á milli hluta, eins og Freysgoðanafnið, þó að
það sé mjög grunsamlegt, og að sumu verður enn vik-
ið hér á eftir. En hvernig er það efni til komið, sem á
ekki rót sína að rekja til raunverulegra viðburða? Er
það búið til af ritara sögunnar, höfundinum (eins og
hér að framan hefur stundum verið að orði kveðið til
1) í útgáfu Jakobsens er á 127. bls. talað um 7 vetur, nema í
einu hdr, en á 135. bls um 6 vetur. Sú tala á líka að standa á
fyrra staðnum, en hefur ruglazt vegna þess, að rétt á eftir er
sagt, að Eyvindur hafi verið utan 7 vetur. En hann var farinn
úr landi, áður en víg Einars varð.
J