Studia Islandica - 01.06.1940, Side 53

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 53
51 fengilega. — Það hillir undir leikslokin í þessu orðalagi. Víða kemur það fram, að höfundurinn hefur glöggt auga fyrir því að setja hið rétta orð á réttan stað, þótt það láti ekki mikið yfir sér. Er ekki kostur þess að benda nema á einstök dæmi í þessu sambandi, en sama kemur fram í mörgum öðrum, sem annars stað- ar eru tilfærð. Hrafnkell er sjaldan nefndur goði í sögunni og í fyrsta sinn (fyrir utan, að viður- nefnis hans er getið í 2. kap.) þar sem sagt er frá liðsbón Sáms við höfðingja á alþingi: „engi kvazk eiga svá gott Sámi upp at gjalda, at ganga vildi í deild við Hrafnkel goða“. Virðing- arnafn Hrafnkels á þessum stað sýnir aðstöðu Sáms: hvernig á hann, valdalaus maður, að ætlast til, að höfðingjar fari að veita honum lið gegn höfðingja? Næst viðhefur Sámur orðið sjálfur í samtalinu við Þorkel: ,,vit eigum málum at skipta við Hrafnkel goða“. Þetta er meira en tóm kynning Hrafnkels (til þess hefði föðurnafn og bústaður hans verið eins vel fallið) : það er í senn bergmál af þeim svörum, sem Sámur hefur áður fengið, en Sámi finnst þetta líka mikið í munni: eg stend í málaferlum við einn af höfðingjum landsins! Mjög áhrifamikið er það, þegar Þorkell segir við Þorgeir bróður sinn, er hann vill telja honum hug- hvarf: „kann vera, at Þorkell leppr komi þar, at hans orð verði meir metin“. Með því að tala um sjálfan sig í þriðju persónu og með viðurnefninu, sem er ekki nefnt nema í þetta eina sinn, er eins og Þor- kell horfi á sjálfan sig álengdar og renni því meir til rifja, hversu litlu hann ræður. Allir munu finna, hvers setningin missti í, ef stæði: „at ek koma þar“ o.s.frv. Á hinn bóginn verður því ekki neitað, að stíllinn er stundum dálítið þunglamalegur, og er það rétt at- hugað af Finni Jónssyni, að hann sé að sínu leyti varla 4*

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.