Studia Islandica - 01.06.1940, Side 54

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 54
52 eins góður og samsetning sögunnar.1) Sumar af hin- um lengri ræðum myndi vera fullt eins áhrifamiklar, þótt þær væri fáorðari og minna útlistað, hvað mælandinn er að fara. Svo er t. d. með ræðu griðkonunnar og sáttaboð Hrafnkels við Þorbjörn, þar sem hann segir m. a.: „en vér munum opt þess iðrask, er vér erum of málgir, ok sjaldnar mundum vér þess iðrask, þó at vér mæltim færa en fleira“ — „mér þykki þetta verk í verra lagi víga þeira, er ek hefi unnit -—-----mér þykkir þetta verk mitt verra en pnnur þau, er ek hefi unnit“. Endur- tekningar af þessu tagi koma víðar fyrir: „ek hefi hér allmikit um mælt-----------Ger nú sem ek mæli ------Nú veiztu, hvat ek hefi um mælt“. — „Munu þit þá hafa annathvárt fyrir ykkar þrá, npkkura huggan eða læging enn meiri en áðr ok hrelling ok skapraun“. „(Hrafnkell) var linr ok blíðr við sína menn, en stríðr ok stirðlyndr við Jgkulsdalsmenn". Það er ekki laust við, að sagan beri á stöku stað svip af klerkastíl („lærðum“ stíl) að þessu leyti, en lítt gætir þess í orðavali. Helzt mætti til þess nefna „linr“ í merkingunni „mildur“ og „náungi“ í merkingunni ,,frændi“, en ekki kveður svo að slíku, að það gefi neina bendingu um stétt höfundarins. Eg hygg þann dóm um stíl Hrafnkötlu nærri lagi, að hann beri, eins og sagan yfirleitt, merki stórgáfaðs rithöfundar, sem hafði lifað sig inn í list og anda hinnar þjóðlegu, ís- lenzku sagnaritunar, en ekki náð sömu leikni í stíl og mestu snillingarnir. Sögustíllinn þróast smám saman með hliðsjón af tvenns konar frásagnarhætti. Annars vegar var hinn frumstæði frásagnarháttur munnmæl- anna, sem vér getum fengið sæmilega hugmynd um af hinum svo nefndu „ættasögum“ Norðmanna og af 1) „—■ — stilen er næppe paa h0jde med kompositionen", Litt. hist. II, 516.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.