Studia Islandica - 01.06.1940, Side 61

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 61
59 aldarinnar mælikvarði manngildisins. Sómatilí'inn- ingin, að bíða enga hneisu, ,er uppistaðan í flestum deilum þeim, sem sögurnar fjalla um, og lyftir hin- um lítilfjörlegu tilefnum upp í hærra veldi. Það er betra að deyja með sæmd en lifa við skömm. Hrafn- keli fer svo, að hann kýs lífið, mest vegna sona sinna, ef hann skyldi geta komið þeim til manns. En samt er hitt í því fólgið, að hann treystir á sjálfan sig, að hann geti síðar rétt hlut sinn og þurrkað af sér smán- ina. Hann velur hið erfiðara hlutskipti, þvert ofan í hetjuhugsjón aldar sinnar. En einmitt við þessa raun vex hann, báðir eðlis- þættir hans taka nýjum þroska. „Var nú skipan á kom- in á lund hans. Maðrinn var miklu vinsælli en áðr; hafði hann ina sQmu skapsmuni um gagnsemð ok risnu; en miklu var maðrinn nú vinsælli ok gæf ari ok hœgri en fyrr at ollu“. Hann hefur tamið ofsann, kann sér b.etra hóf. Þetta kemur ljósast fram, þegar hann síðar á alls kostar við Sám. Hann segir þá upp gerð í málum þeirra, sem eftir atvikum er réttlát og skapleg. En kynni þau, sem hann hafði komizt í við ofuroflið, gera hann í senn varkáran og miskunnar- lausan. Eftir því, sem sagan lýsir uppgangi hans og ríki á Hrafnkelsstöðum, hefur ekki liðið á löngu þang- að til hann hefði átt að geta sætt færi til þess að jafna á Sámi. En hann bíður. Hann veit, að Eyvindur, bróðir Sáms, er utanlands og líklegur til mikils þroska. Hann vill ekki eiga á hættu, að hann komi sér í opna skjöldu og hefni Sáms. Þetta er skýrt í orðum Þorgeirs Þjóst- arssonar viðSám: ,,Er þat nú auðsét,hverr vizkumunr ykkarr hefir orðit, er hann (o: Hrafnkell) lét þik sitja í friði ok leitaði þar fyrst á, er hann gat þann af ráðit, er honum þótti þér vera meiri maðr“. Víg Eyvindar er fyrst og fremst öryggisráðstöfun. Hrafn- kell drepur hefndina, möguleikann til hefnda, áður en hann vinnur það verk, sem hefnd hefði getað kom-

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.