Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 66

Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 66
64 liefur enn þá aukizt milli þeirra, meðan Þorkell hefur verið utan, einhleypur, áhrifanæmur og æfintýra- gjarn, en Þorgeir setið heima, stýrt búi og ríki, orðið gætnari og íhaldssamari við hversdagslega reynslu. Þorkell hefur brunnið í skinninu að koma þessum mannvitsdrangi út úr jafnvægi. Orðin ein hafa reynzt ónóg. Þau urðu ekki nema eins og bárur við klett, sem leystust upp í löður við rök ,eða þögn. En nú var höggstaður á Þorgeiri, hann kenndi til í fætinum og gat kennt meira til, ef vel var hnykkt í. Og væri hann einu sinni kominn í geðshræringu, var ekki von- laust að orka á tilfinningár hans, láta hann gleyma þessari óþolandi dómgreind um stundar sakir. Það er auðveldara að fá mann til þess að sveiflast frá einni tilfinningu til annarar en vekja tilfinningu upp úr þurru afskiptaleysi. Það var ekki til neins að ætla sér að koma Þorgeiri út í aðra eins fjarstæðu og lið- veizlu við kotkarl af Austfjörðum gegn goða hans, háskalegum mótstöðumanni, með skynsamlegum for- tölum. Hitt var heldur vegur, að láta hann fyrst ganga af göflunum, verða fjúkandi, og bíða svo eftir- kastanna. Það var áhætta, en Þorkell var fús að reyna hana. Hann snarast inn í búðina, um leið og Þorg.eir er vaknaður við vondan draum, og byrjar ræðu sína. Þorgeir gerir fyrst þá skynsamlegu at- hugasemd, að hann hafi ekki drepið son karlsins, svo að hann þurfi ekki að hefnast á tánni á sér. En Þor- kell lætur dæluna ganga, leikur á alla strengi hjá bróður sínum, þangað til hann fær sitt mál fram. Til samanburðar er svo frásagan af heimsókn Sáms, undir lok sögunnar. Þorkell er heima, en „Þor- geirr hafði meir svpr fyrir þeim brœðrum í þat sinni“. Þorkell segir ekki neitt, hvað sem hann kann að hafa hugsað. En nú er Þorgeir eins og hann á að sér, og það er ekki nema blákalt vitið, sem að Sámi snýr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.