Studia Islandica - 01.06.1940, Page 68

Studia Islandica - 01.06.1940, Page 68
66 sögu, þó að þaS sé í raun og veru ekki nema einn þátt- ur úr æfisögu. En frá þeim þætti er svo gengið, að hann sýnir öll einkenni og örlög aðalpersónunnar og þeirra aukapersóna, sem yfirleitt koma við söguna. Þetta er tækni sérstakrar skáldsagnagreinar, sem er enn fágætari en bóksagan eða smásagan. Það væri út af fyrir sig skemmtilegt viðfangsefni að bera tækni sögunnar saman við efnismeðferð einhverra frægustu verka af sama tagi, t. d. Michael Kohlhaas eftir Kleist. Eg hygg, að þá myndi koma í ljós, að Hrafnkatla er, þegar á allt er litið, ein hin fullkomn- asta stutta bóksaga (short novel), sem til er í heims- bókmenntunum. VI. NIÐURSTÖÐUR OG ÁLYKTANIR. Niðurstöðurnar af þeim athugunum, sem gerðar hafa verið hér að framan, má nú draga saman í stutt mál. A ð a 1 v i ðb u r ð i r n ir, sem Hrafnkatla segir frá, hafa aldrei gerzt: hrakningur Hrafnkels frá Aðalbóli, uppgangur hans á Hrafn- kelsstöðum, endurheimt hins fyrra ríkis hans. Tvær af aðalpersónum sögunnar, þeir Þjóstarssynir, hafa ekki verið til. Ýmis önnur minni háttar atriði, sem skipta þó talsverðu máli: faðerni Hrafnkels, upphaf ríkis hans og nafnið á bústað hans, að vígsmálið (eft- ir Einar hafi farið beint til alþingis o. s. frv. — reyn- ast eftir samanburð við traustari heimildir að vera ranghermd í sögunni. Önnur atriði, sem verður ekki við komið að prófa eftir öðrum heimildum (víg Ein- ars og Eyvindar og það, sem yfirleitt er sagt frá þeim frændum), eru svo nátengd hinu uppspunna efni, að á þau verður ekki frekari trúnaður lagður. Enda

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.