Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 71

Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 71
69 má telja víst, að hann hafi verið kunnugur á Þing- velli, þótt hann lýsi staðnum ekki meir, og sennilegt þætti mér, að hann hefði sjálfur riðið þá leið til al- þingis, sem Sámur er látinn fara í sögunni. Allar lík- ur benda til þess, að hann hafi átt heima í grennd við stöðvar sögunnar og helzt í Fljótsdal, enda er við það miðað, er Hrafnkell fer til þings, hve margar dagleiðir sé úr Fljótsdal á Þingvöll, en ekki úr Hrafnkelsdal. Hann þekkir syðri leiðina af Aust- fjörðum til alþingis, „rétta þingmanna leið á Síðu“, leiðina norður um land allt í Ljósavatnsskarð, auk leiðar Sáms um fjöllin. Ef hann hefur farið þá leið „yfir brú“, myndi hann af Fljótsdalsheiði hafa séð fjallið fyrir ofan Aðalból, afstöðu bæjarins og geil- arnar, en ekki bæinn sjálfan og grundirnar niður að ánni. En hann hefur aldrei átt neitt erindi í Hrafn- kelsdalinn sjálfan, enda er allt, sem um staðháttu þar er sagt í sögunni, annaðhvort rangt eða gert eftir ágizkunum (t. d. um Grjótteigssel og umhverfi þess) og lauslegum lýsingum annara manna. Aldur sögunn- ar má ráða af ýmsum líkum. Hún hlýtur að vera samin eftir lok þjóðveldisins og setningu nýrra laga. Því gerir höfundur sér far um að skýra forn lög og réttarfar fyrir lesöndum sínum, en fer þar hirðuleys- islega með það, sem hann tekur ekki beint úr eldri lögbókum. Það kynni að gefa frekari bendingu um aldur sögunnar, að hinn víðlesni höfundur Njálu, sem allkunnugur hefur verið um Austfirði, virðist ekki hafa þekkt hana. Og það kæmi vel heim við stöðu hennar í bókmenntunum, að hún væri rituð um líkt leyti og Njála, á síðasta fjórðungi 13. aldar. Ef nokkur tilgangur væri í sögunni, annar en sá að semja gott skáldrit, kemur aðeins eitt atriði til mála: að höfundi hafi verið í mun að halda því fram, að Fljótsdælagoðorð væri eign afkomanda Hrafnkels frá upphafi. En um höfðingjaskipun, ættir og átök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.