Studia Islandica - 01.06.1940, Page 81

Studia Islandica - 01.06.1940, Page 81
79 fyrir, hvað þær eru í raun og veru, því að það verður eitt höfuðatriði í þekkingu íslendinga á sjálfum sér og sögu sinni fyrr og síðar, — og síðast, en ekki sízt, að greina á milli ellibelgs sagnanna, hins dauða fróðleiks, og hinnar síungu sálar þeirra: snilldarinnar í stíl og frásagnar- hætti, mannlýsinganna, mannvitsins, lífsskoðunar- innar,— að kenna mönnum að lesa þær með dýpra skilningi og sér til meira andlegs ávinnings. Þessum takmörkum verður ekki gleymt, þó að það verði hlut- verk nýrra kynslóða að sækja á þær brattari leiðir, sem þangað liggja. Eftir því sem nákvæmari athug- anir fleiri og fleiri fslendinga sagna leiða myndun þeirra betur í ljós, má ganga djarflegar að verki. Þessi ritgerð hefur að sumu leyti notið þess að birt- ast á vettvangi, þar sem svigrúmið er frjálsara en í formálum Fornritanna. Samt ber hún þess ærin merki, hversu erfitt er að ganga umsvifalaust að mergi máls- ins, eins og skoðunum manna á sögunum enn er hátt- að. En hafi hún lagt nokkurn skerf til skilnings einn- ar lítillar sögu og í tilbót skýrt dálítið þá rannsókna- stefnu, sem hún er mótuð af, er hún ekki til einskis sarnin.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.