Studia Islandica - 01.06.1983, Side 18

Studia Islandica - 01.06.1983, Side 18
16 „Byssubófinn“ reyndist við eftirgrennslan hafa verið pilsnerflaska sem sneri stútnum beint að lögregluþjónin- um. Lögregluþjónninn bjóst við að sjá mann miða á sig riffli hvenær sem var, og skynjunin spann upp þá mynd sem hugurinn bjóst við, í kringum svo lítið ytra áreiti sem flöskustúturinn var. Þegar litlir möguleikar eru á að skynja nákvæmt er mönnum hættara við misskynjunum en endranær, þá hefur hinn huglægi þáttur skynjunarinnar meira að segja. Það er þvi engin tilviljun, að yfirnáttúrlegar verur eru yfirleitt taldar ljósfælnar. Á Islandi er skammdegið blómaskeið draugagangs, og hápunkturinn er xun jólin, um það leyti sem sólargangur er skemmstur. Og telji menn sig verða vara við draug, kjósa þeir yfirleitt frekar að forða sér en að kanna málið nánar. Við höfum nú séð, hvemig fólk getur „orðið vart við“ yfirnáttúrlegar verur á margvíslegan hátt. Gæti ýmislegt af því, sem rakið hefur verið, átt þátt í þeim atburðum, sem hugsanlega em rót Fróðámndraþáttar. En það er líka til, að hversdagslegir hlutir séu settir í nýstárlegt sam- hengi og tengdir hjátrú við sérstakar aðstæður. Þegar fólk er t.d. í miklu tilfinningalegu uppnámi vegna mannsláts, setur það gjarnan óvenjuleg hljóð og yfirleitt alla óvænta atburði í samband við hinn látna. Þannig getur skapast ný þjóðtrú. Sydow (1935, 105-106) nefnir eitt raunveru- legt dæmi um þetta. Um sama leyti og bóndi nokkur dó sást óþekkt hæna á grindverki. Venjulega hefði fólk lík- lega ekki tekið eftir henni eða giskað á að hún væri að- komuhæna. En við þessar aðstæður var fólk sannfært um að hinn framhðni hefði gengið aftur í hænulíki. Telur Sydow líklegt að frásagnir þar sem dauðir menn birtast í líki dýra eigi rót sína í atvikum af þessu tagi. Þjóðtrúin hefur ekki aðeins samræmingaráhrif þegar fólk verður fyrir „yfimáttúrlegri“ reynslu, eins og rakið hefur verið hér að framan, heldur einnig eftir það. (Sbr. Sydow 1931, 107). Atvikið getur ummyndast í huga mannsins svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.