Studia Islandica - 01.06.1983, Síða 18
16
„Byssubófinn“ reyndist við eftirgrennslan hafa verið
pilsnerflaska sem sneri stútnum beint að lögregluþjónin-
um. Lögregluþjónninn bjóst við að sjá mann miða á sig
riffli hvenær sem var, og skynjunin spann upp þá mynd
sem hugurinn bjóst við, í kringum svo lítið ytra áreiti sem
flöskustúturinn var.
Þegar litlir möguleikar eru á að skynja nákvæmt er
mönnum hættara við misskynjunum en endranær, þá hefur
hinn huglægi þáttur skynjunarinnar meira að segja. Það
er þvi engin tilviljun, að yfirnáttúrlegar verur eru yfirleitt
taldar ljósfælnar. Á Islandi er skammdegið blómaskeið
draugagangs, og hápunkturinn er xun jólin, um það leyti
sem sólargangur er skemmstur. Og telji menn sig verða
vara við draug, kjósa þeir yfirleitt frekar að forða sér en
að kanna málið nánar.
Við höfum nú séð, hvemig fólk getur „orðið vart við“
yfirnáttúrlegar verur á margvíslegan hátt. Gæti ýmislegt
af því, sem rakið hefur verið, átt þátt í þeim atburðum,
sem hugsanlega em rót Fróðámndraþáttar. En það er líka
til, að hversdagslegir hlutir séu settir í nýstárlegt sam-
hengi og tengdir hjátrú við sérstakar aðstæður. Þegar fólk
er t.d. í miklu tilfinningalegu uppnámi vegna mannsláts,
setur það gjarnan óvenjuleg hljóð og yfirleitt alla óvænta
atburði í samband við hinn látna. Þannig getur skapast
ný þjóðtrú. Sydow (1935, 105-106) nefnir eitt raunveru-
legt dæmi um þetta. Um sama leyti og bóndi nokkur dó
sást óþekkt hæna á grindverki. Venjulega hefði fólk lík-
lega ekki tekið eftir henni eða giskað á að hún væri að-
komuhæna. En við þessar aðstæður var fólk sannfært um
að hinn framhðni hefði gengið aftur í hænulíki. Telur
Sydow líklegt að frásagnir þar sem dauðir menn birtast í
líki dýra eigi rót sína í atvikum af þessu tagi.
Þjóðtrúin hefur ekki aðeins samræmingaráhrif þegar fólk
verður fyrir „yfimáttúrlegri“ reynslu, eins og rakið hefur
verið hér að framan, heldur einnig eftir það. (Sbr. Sydow
1931, 107). Atvikið getur ummyndast í huga mannsins svo