Studia Islandica - 01.06.1983, Page 21
19
menn þess tima sáu ekki ástæðu til að bægja slíkum sögmn
frá bókfellinu.
Það er hins vegar staðreynd, að lítið er bókfest af nýjum
draugasögum í kaþólsku. Þær koma þó fyrir, jafnvel í
biskupasögunmn. 1 Jóns sögu helga eftir Gunnlaug munk
segir t.d. frá því að kerling ein, sem var á Hólum á dögum
Ketils biskups (1122—1145), varð fyrir því, að lík sem hún
vakti yfir stóð upp og vildi sækja að henni. (Bisk. I, 206 =
256). Þetta er skýrt sem sjónhverfing, og víðar þar sem
segir frá reimleikum í biskupasögunum birtast kaþólsk við-
horf (t.d. Bisk. II, 130). 1 Sturlungu getur um reimleika
í íslendinga sögu, 37. kap. (sbr. Bisk. I, 510; I, 598;
II, 109—110). Frá afturgöngum segir einnig í annálum, t.d.
í Höyersannál 1192 og í Gottskálksannál 1333 (afturgöngur
í Björgvin) og 1340.4) Hitt kann að vera rétt, að ótti við
drauga hafi verið með minna móti í kaþólsku vegna hinna
mörgu hjálparráða kirkjunnar. (Einar Öl. Sveinsson 1940,
170). Hefur þá það ásamt gagnrýninni afstöðu kirkjunnar
stuðlað að því að bæla niður draugasögur úr kaþólsku. En
í draugasögum frá söguöld ganga líka kristnir menn aftur:
Þórgunna í Neðra-Nesi, Víga-Styr, sem (skv. E 136 og
Heiðarv. s., 230) lét gera kirkju á bæ sínum undir Hrauni
(gengm aftm í Heiðarvíga s., 233-235; E 153) og Þor-
steinn Eiríksson (Grænlend. s. 6. kap., Eiríks s. 6. kap.).
(Sbr. 8. kafla).
Það er þá óhætt að gera ráð fyrir því, að draugatrú hafi
verið lifandi hér á landi allt frá landnámi, þótt eflaust hafi
menn alltaf verið mistrúgjamir í þeim efnum. Drauga-
trúin er nátengdari daglegu lífi manna en mörg öimur
þjóðtrú. Þannig er draugatrúin sjálf óþrjótandi uppspretta
draugasagna af öllu tagi. Þetta verður að hafa í huga þegar
bornar eru saman bókfestar draugasögur. Fara verður var-
lega í að gera ráð fyrir beinum áhrifum eða rittengslum
á milli þeirra. Þar verðm að meta hverju sinni, hve ná-
tengd efnisatriðin em draugatrú hversdagsleikans. Eftir