Studia Islandica - 01.06.1983, Síða 42
40
og sóttar. Er ekki ólíklegt, að sú gerð frásagnarinnar, sem
er í Eiríks sögu rauða, hafi orðið fyrir áhrifum frá frá-
sögn af Fróðárundrum, munnlegri eða ritaðri. (Sbr. Ólafur
Halldórsson 1978, 395-397, og 5.4., 8.3. og 10.4. hér á
eftir).
Frásögnin í 22. kap. Flóamanna sögu er bersýnilega
sniðin eftir frásögn af Fróðárundrmn, að öllum líkindum
eins og hún stendur í Eyrhyggju, og líklega að e-u leyti
eftir Lýsufjarðarundrum í Eiríks sögu, og hefur því ekki
sjálfstætt gildi. (Sjá Kjartan G. Ottósson 1979, 30-32).
Niðurstaðan verður því sú, að sennilega er Fróðárundra-
þáttur Eyrbyggju eini sjálfstæði staðurinn í fomritunum,
þar sem afturgöngur valda ótvírætt drepsóttum.10) Þetta
atriði er m.ö.o. ekki meðal þeirra sem almennt eru þekkt
og notuð í draugasögum til foma, eftir því sem best verður
séð. Það bendir frekar til þess, að sóttin sé upphafleg í
munnmælum af Fróðárundmm. E.t.v. era hér á ferðinni
leifar fomrar trúar, sem enn hefur hjarað er munnmæli
rnn Fróðárandur mvnduðust, og skal nú hugað að því.
5.3. Það er útbreidd trú meðal frumstæðra þjóða, að
sjúkdómar, dauði og jafnvel ýmislegt annað mótlæti, svo
sem þmrkur eða uppskerubrestur, stafi af hinum fram-
liðnu. Hinn látni er bitur, hugsa þessar þjóðir, yfir þvi að
hafa þurft að yfirgefa jarðlífið og reynir fullur öfundar
að hefna sín á hinum, sem fengu að vera áfram héma
megin grafar. (Ankermann 1925, 139). Meðal Lappa var
t.d. talið sjálfsagt að hinir framliðnu yllu sóttum og dauða,
og til að koma í veg fyrir slíkt færðu þeir hinum framliðnu
fómir. (Unwerth 1911, 53). Einn angi af þessari trú eru
líklega líkamlegar árásir dauðra manna á lifandi í drauga-
sögum fornritanna, en þar hefur hún einangrast og verið
steypt í mót hugmyndarinnar um lifandi lik.
Trúin á það að dauðir yllu sóttum hefin- lifað lengi.
H. Neumann (1921, 56) nefnir þannig dæmi um þessa
trú að verki í Þýskalandi árið 1913.