Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 58
56
þegar hann segir frá ástum Bjöms Breiðvíkingakappa og
Þuriðar. Þó var þar nægilegt tilefni, hefði áhuginn verið
fyrir hendi. Það segir sína sögu, að Eyrbyggjuhöfundur
skuli aðeins slá á þá strengi í e.k. vísun til syndafallssög-
unnar. Hér rekur ágirnd og hégómleiki Þuríði til að fá
mann sinn, með sínum kvenlegu töfrum, til að breyta út
af því sem hann hét vandalausri útlendingskonu á bana-
beði — og afleiðingamar ná út yfir gröf og dauða.
Það greinir Fróðárundur frá syndafallinu, að þeim
hnnir þegar prestur kemin- til sögunnar, hjálpræðið kemur
með fullnaðarviðtöku kristninnar. Koma prestsins felur í
sér ákveðna hliðstæðu við komu Krists í heiminn. (Sbr.
t.d. Bómverjabréfið 512"21). Þá hefur Þóroddur þegar
fengið laun sinnar syndar í dauðanum, en Þuríði varð
bjargað. Þó er athyglisvert að skriftimar, sem ættu að
vera mikilvægt atriði í afkomu undranna, hafi þau stafað
af sjmdum Þuríðar, gleymast hálfpartinn, þeirra er aðeins
getið í ráði Snorra. (Sjá 14. kafla).15) Sá kristilegi skiln-
ingur, sem virðist votta fyrir í Fróðárundraþætti, er líklega
til kominn þegar menn, helst höfundur Eyrbyggju, fóm
að velta því fyrir sér, hvernig á slíkum undrum sem
munnmælin greindu frá gæti staðið. Skýringamar hafa
svo ekki fallið fullkomlega að munnmælunum sem fyrir
vom, t.d. er óeðhlegt hve undrin koma lítið við aðalsöku-
dólginn, Þuríði.
6.5. Bekkjuhúnaðurinn er burðarás í Fróðárundra-
þætti, ómissandi kjami frásagnarinnar eins og við þekkj-
um hana. Innra ósamræmi um þátt hans í undrunum má
skýra með því að gera ráð fyrir að hann hafi fylgt frá-
sögnum um undrin frá upphafi, og þáttur hans verið
túlkaður á mismunandi hátt. Að öðrum kosti er líklegt,
að hann hafi a.m.k. tengst munnmælunum allsnemma.
Hins vegar er erfitt að koma auga á ástæðu til að tengja
rekkjubúnað Fróðámndrum þegar sagnir em farnar að
ganga af þeim, en fyrir því kynnu þó að vera einhverjar