Studia Islandica - 01.06.1983, Qupperneq 64
62
331) og að allt hafi verið blóðugt úti eða inni sama kvöld
á Steinum undir Eyjafjöllum og á Kolbeinsstöðum vestra
árið 1339 (Isl. ann., 351).
Yfirleitt er blóðregnið í greindum dæmum fyrirboði þar
sem um það verður á annað borð dæmt. Á einum stað,
í Brjánsþætti Njálu, er það jafnframt bein orsök mann-
dauða, þar sem það er brennandi heitt. (Njáls s., 446).
I Fróðárundraþætti verður ekki betur séð en blóðregnið
eigi beinan þátt í dauða Þórgmmu, enda þótt hún kalli
það sjálf „furðu“, þ.e. feigðarboða. 1 tveimru- dæmanna,
tengdum Brjánsbardaga, virðist blóðregnið verða samtímis
bardaganum. (Njáls s., 454 og 459).
Yfirleitt er blóðregnið fyrirboði mannfalls í bardaga,
þó er brenna Hrafns Sveinbjamarsonar boðuð með blóð-
regni og eldi á sjó (Hrafns s., 49), og áðurgreind sýn
Njáls er fyrirboði Njálsbrennu. Fróðámndrin em eina
dæmi þess að blóðregn sé fyrirboði manndauða af völdum
yfimáttúrlegra afla og sóttar.
Ekki verður bent á neina frásögn í íslenskum fornbók-
menntum sem gæti verið fyrirmynd blóðregnsins í Fróð-
árundraþætti. Allt bendir til þess, að hugmyndin sjálf
hafi verið vel þekkt á ritunartíma Eyrbyggju. Einstök
atriði í lýsingu á blóðregninu verða ekki heldur tengd
einstökum frásögnum öðrrnn fremur. I Hemings þætti
Áslákssonar (41—42) rignir blóði á skip úr skýflóka, og
fylgdi „sva mikit myrkr at menn sa eigi hendr sinar“,
en blóðregnið verður þannig, að skýflókinn „brestm-
sundur“ með „bresti miklum“, og blóðið sem streymdi
úr hvommtveggja helmingnum var varmt. Þetta atvik
líkist meira fyrirboða Brjánsbardaga (Njáls s., 446), þar
sem heyrist gnýr um nótt og rignir blóði vellanda á
Bróður og menn hans á skipum sínum.
Ekki má líta fram hjá þeim möguleika, að byggt sé á
erlendum fyrirmyndum í lýsingu blóðregnsins í Fróðár-
undraþætti, helst frá þeim löndum, þar sem blóðregn í