Studia Islandica - 01.06.1983, Page 70

Studia Islandica - 01.06.1983, Page 70
68 (Sydow 1935, 97), enda þótt það komi ekki fyrir í drauga- sögum fornsagnanna. Þannig átti líkið að liggja kyrrt þar til prestur kæmi. Þetta viðhorf skýrir það, að lík Gláms fannst aldrei þegar prestur var með í leitinni, en alltaf endranær. „Létu þeir þá fyrir vinnask at fœra hann til kirkju ok dysjuðu hann þar, sem þá var hann kominn“. (Grettis s., 112—13). Það skilur á milli Þórgunnu og þeirra sem ganga aftur á Fróðá, að þeir hafa ekki hlotið kristilega greftnm, og sú staðreynd á eflaust drjúgan þátt í því að þeir ganga aftur. Þórguima hefur e.t.v. í og með viljað firra sig þeim örlögum með því að láta grafa sig og jarðsyngja eftir ströngustu reglum. Þetta mælir gegn því að Þórgunna hafi sjálf komið við sögu í Fróðárundrum eftir að hún hafði verið grafin að Skálholti, sbr. 11.3. Afturgöngur hennar að Nesi inu neðra eru í góðum tilgangi, og fyrir hennar kristilegu greftrun. Ekki verður betur séð en þessar hafi verið einu afturgöngur Þórgunnu og hún hafi legið kyrr í Skálholti. Fræðimenn hafa nokkuð velt þvi fyrir sér, hvort prestur hafi í raun og veru verið í Skálholti á þessum tíma. (EÖS, 141-142; Gering 1897, 186 nm.; Finnur Magnússon 1838, 469-471). Nokkrar missagnir eru um það, hvenær bær var reistur í Skálholti. Þórðarbók Landnámu — vænt- anlega eftir Melabók (Skarðsárbók, 182 nm.) og Hungur- vaka (75) segja að Teitur, faðir Gisstu-ar hvita, hafi fyrstur búið þar. Kristni saga (144) segir hins vegar að Gissur hvíti hafi búið í Höfða áður en hann gerði bæ í Skálholti, en ekki er hægt að sjá hvenær það var. 1 Ölafs sögu Tryggvasonar hinni mestu (II, 159) segir að Gissur hafi búið í Skálholti er hann tók á móti Þangbrandi. Theodricus (20) nefnir „Gitzor de Scalaholti“ meðal þeirra sem Þangbrandur skírði. Það er sjálfsagt rangt í Njálu að Gissur hafi búið að Mosfelli, og jafnvel þótt hann hafi flutt er miklu líklegra að hann hafi búið i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.