Studia Islandica - 01.06.1983, Síða 70
68
(Sydow 1935, 97), enda þótt það komi ekki fyrir í drauga-
sögum fornsagnanna. Þannig átti líkið að liggja kyrrt þar
til prestur kæmi. Þetta viðhorf skýrir það, að lík Gláms
fannst aldrei þegar prestur var með í leitinni, en alltaf
endranær. „Létu þeir þá fyrir vinnask at fœra hann til
kirkju ok dysjuðu hann þar, sem þá var hann kominn“.
(Grettis s., 112—13).
Það skilur á milli Þórgunnu og þeirra sem ganga aftur
á Fróðá, að þeir hafa ekki hlotið kristilega greftnm, og
sú staðreynd á eflaust drjúgan þátt í því að þeir ganga
aftur. Þórguima hefur e.t.v. í og með viljað firra sig þeim
örlögum með því að láta grafa sig og jarðsyngja eftir
ströngustu reglum. Þetta mælir gegn því að Þórgunna
hafi sjálf komið við sögu í Fróðárundrum eftir að hún
hafði verið grafin að Skálholti, sbr. 11.3. Afturgöngur
hennar að Nesi inu neðra eru í góðum tilgangi, og fyrir
hennar kristilegu greftrun. Ekki verður betur séð en
þessar hafi verið einu afturgöngur Þórgunnu og hún hafi
legið kyrr í Skálholti.
Fræðimenn hafa nokkuð velt þvi fyrir sér, hvort prestur
hafi í raun og veru verið í Skálholti á þessum tíma.
(EÖS, 141-142; Gering 1897, 186 nm.; Finnur Magnússon
1838, 469-471). Nokkrar missagnir eru um það, hvenær
bær var reistur í Skálholti. Þórðarbók Landnámu — vænt-
anlega eftir Melabók (Skarðsárbók, 182 nm.) og Hungur-
vaka (75) segja að Teitur, faðir Gisstu-ar hvita, hafi
fyrstur búið þar. Kristni saga (144) segir hins vegar að
Gissur hvíti hafi búið í Höfða áður en hann gerði bæ í
Skálholti, en ekki er hægt að sjá hvenær það var. 1 Ölafs
sögu Tryggvasonar hinni mestu (II, 159) segir að Gissur
hafi búið í Skálholti er hann tók á móti Þangbrandi.
Theodricus (20) nefnir „Gitzor de Scalaholti“ meðal
þeirra sem Þangbrandur skírði. Það er sjálfsagt rangt í
Njálu að Gissur hafi búið að Mosfelli, og jafnvel þótt
hann hafi flutt er miklu líklegra að hann hafi búið i