Studia Islandica - 01.06.1983, Qupperneq 81
79
inn“ í lýsingarorðsstöðu kemur aðeins fyrir í ofangreindri
merkingu á þessum eina stað, svo óumdeilt sé, en á nokkr-
um stöðum öðrum hafa sumir talið sig finna svipaða
merkingu.19)
Af „leikinn“ er myndað kvenkynsnafnorðið „leikni“:
„forgjorthet, sinnsforvirring“ (Hodnebo 1972, 220).
Orðið kemur fyrir í íslensku lækningabókinni AM 434 a,
12mo, sem útgefandi hennar, Kristian Kálund (1907, 6),
telur tæplega eldri en frá s.h. 15. aldar, en inniheldur
2 eldri íslenskar lækningabækur með nokkrum stytting-
um. Þetta handritsbrot hefst á særingaformúlum við
leikni, við tröllriðu, við riðu, „ef menn hafa illan hug á
þér“, og við „alfa-volkun“. (Den islandske lægebog, 11).
Þarna virðist orðið helst notað til að vísa til einhverrar
ákveðinnar orsakar af heimi frumstæðrar galdratrúar.
Við sjáum að orðið „leikinn" veitir litlar upplýsingar
um orsakir kynlegrar hegðunar sauðamanns. Varlegast
er að gera ráð fyrir því, að hér merki „leikinn“ einfald-
lega „sinnsforvirret“, þ.e. sinnisveikur, og að í því felist
að orsakimar séu „yfimáttúrlegs“ eðlis, galdrar eða verk
illra vætta, enda hefur það verið almenn trú, að slíkar
séu orsakir flestra hugsótta.
Að fornu var því trúað, að geðveiki stafaði af galdri,
eins og sést m.a. á orðinu „gahnn“, en frummerking þess
er „verzauhert, behext“ (Vries 1961, 153), enda er það
upprunalega lh. þt. af „gala“, þ.e. fremja galdur. Eins og
drepið var á hér að framan (3.3) eru ýmsir yfirnáttúr-
legir hæfileikar sameiginlegir galdrakindum og dauðum
mönnum, og meðal þeirra er hæfileikinn til að gera fólk
geðveikt.
En svo virðist sem geðveiki af völdum dauðra manna
hafi almennt verið einhæfari en sú sem lifandi galdra-
menn stóðu fyrir. Hinir dauðu „ærðu“ hina lifandi, bæði
menn og dýr, oft með illu augnatilhti, svo þeir urðu óðir,
æptu og bmtust um og létust á skömmum tíma. (T.d.
Heiðarvíga s., 234; Grettis s., 113; Flóamanna s., 39-40;