Studia Islandica - 01.06.1983, Qupperneq 100
98
lengi eftir þetta, en ekki mælir það með því, að þeirra er
hvergi getið í íslenskum heimildum. Hins vegar væri það
alveg eftir Eyrbyggjuhöfimdi að þekkja siðina, hafi þeir
hfað nokkurn tíma hér á landi. (Shr. EÖS, xxviii).
Bæði í Fróðárundraþætti og Guðrúnarhvöt andast þeir
sem erfis vitja þannig, að ekki verður venjulegri greftrun
við komið, líkin eru ekki til staðar. í Guðrúnarhvöt verður
ekki séð að það sé talinn „góður fyrirburður11 ef þeir sem
látast sviplega vitja erfis síns. Meðan siðir þeir, sem hér
um ræðir, lifa, er það þvert á móti fastur liður, að hinir
framliðnu vitji erfis, þótt þeir sjáist ekki.
Övissa um móttökur manna í öðrum heimi er eðhleg
út frá sammannlegum sjónarmiðum, ekki síst ef aðstæður
eru á einhvern hátt afbrigðilegar, eins og hér er. Úr nor-
rænni heiðni má nefna dæmi, að vísu allsérstætt, úr
Hákonarmálum Eyvindar skáldaspillis. Þar er Hákon góði
kvíðinn um móttökur í Valhöll, þar sem hann var krist-
inn, en þó fagnar Óðinn honum og önnur goð, með því
að hann þyrmdi vel helgum véum. (Sjá t.d. Heims-
kringla I, 193-97). f kristni fara menn ýmist til himna
eða helvítis, eða ganga í gegnum hreinsunareldinn í
kaþólsku, allt eftir því hvemig menn hafa lifað, en þá
skiptir ekki meginmáli, hvemig dauða þeirra ber að
höndum.
Tímabundið heimferðarleyfi frá hinum sérstöku rikjum
hinna dauðu era dæmi um bæði úr heiðni og kristni.
Helga Hundingshana er þannig veitt leyfi til að bregða
sér um stundar sakir frá Valhöll til fimdar við Sigrúnu,
konu sína. (Völsungakviða hin foma, 40—49. v.). Af Völs-
ungakviðu, sem hlýtur að vera ort í heiðni, er svo að
skilja sem heimför Helga sé meiri háttar undur og eins-
dæmi. Þá mætti virðast afar ólíklegt að Rán veitti jafn-
aðarlega þeim leyfi til að vitja erfis síns, sem hún fagnar
vel í híhýlum sínum. f kaþólsku var kennt að aðeins sálir
hinna hólpnu gætu vitrast eftirlifendum að vild (sjá 4.2.).
Niðurstaðan verður þvi sú, að ekki er hægt að taka