Studia Islandica - 01.06.1983, Page 101

Studia Islandica - 01.06.1983, Page 101
99 mark á orðum sögurmar um það, að heiðnir menn hafi tahð þetta góðan fyrirburð. Líklegast er að hér hafi verið felldar saman almennari hugmyndir, sem ekki tengjast frekar heiðni en kristni. Það bendir til þess, að Eyrbyggju- höfundur hafi búið þetta til, hve vel það fellur inn í kristilega stílfærslu undranna. 12.3. Þess eru fleiri dæmi úr fomritumun, að sæ- dauðir hirtist strax eftir dauðann. Tvær aðrar frásagnir af því tagi em í íslendingasögunum. í báðum birtast hinir dauðu á Helgafelli áður en fréttist um dauða þeirra. Framar í Eyrbyggju (E 19) segir frá því, að maður sá Helgafell ljúkast upp norðan eitt kvöld er Þorsteinn þorskabítm-, fyrsti bóndinn á Helgafelli og afi Þuríðar á Fróðá, var farinn út í Höskuldsey til fangs. Maðurinn sá í fjallinu elda stóra og heyrði þar mikinn glaum. Var þar heilsað Þorsteini og förunautum hans og mælt, að hann skyldi sitja í öndvegi gegnt föður sínum, Þórólfi mostrarskegg. Áður var fram komið í sögunni (E 9), að Þórólfur trúði því um Helgafell, „at hann myndi þangat fara, þá er hann dœi, ok allir á nesinu hans frændr.“ - Þessi „fyrirburðr“ var sagður konu Þorsteins sama kvöld, og sagði hún þetta mega vera „fyrirboðan stœrri tíðenda“. Morguninn eftir bámst þau tíðindi, að Þor- steinn þorskabítur hefði dmkknað í fiskiróðri. Hér er þeim Þorsteini þorskabít vel fagnað, eftirlifendur fá staðfestingu á því að þeim hefur reitt vel af annars heims, eins og boðsmenn á Fróðá þykjast fá um þá Þórodd. 1 Laxdæla sögu (76. kap.) segir frá því, er Þorkell Eyjólfsson, síðasti eiginmaður Guðrúnar Ósvífursdóttur, flytur við á ferju frá Ljárskógum í Dölum til kirkju á Helgafelli, þar sem hann bjó. Fórst hann í stormi í mynni Hvammsfjarðar. Að kvöldi þess dags, áður en Guðrún frétti nokkuð af bónda sínum, sá hún draug í kirkjugarðs- hliðinu heima á Helgafelli er hún gekk til kirkju. Sagði draugurinn: „Mikil tíðendi, Guðrún.“ Er hún kom til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.