Studia Islandica - 01.06.1983, Qupperneq 101
99
mark á orðum sögurmar um það, að heiðnir menn hafi
tahð þetta góðan fyrirburð. Líklegast er að hér hafi verið
felldar saman almennari hugmyndir, sem ekki tengjast
frekar heiðni en kristni. Það bendir til þess, að Eyrbyggju-
höfundur hafi búið þetta til, hve vel það fellur inn í
kristilega stílfærslu undranna.
12.3. Þess eru fleiri dæmi úr fomritumun, að sæ-
dauðir hirtist strax eftir dauðann. Tvær aðrar frásagnir
af því tagi em í íslendingasögunum. í báðum birtast hinir
dauðu á Helgafelli áður en fréttist um dauða þeirra.
Framar í Eyrbyggju (E 19) segir frá því, að maður
sá Helgafell ljúkast upp norðan eitt kvöld er Þorsteinn
þorskabítm-, fyrsti bóndinn á Helgafelli og afi Þuríðar
á Fróðá, var farinn út í Höskuldsey til fangs. Maðurinn
sá í fjallinu elda stóra og heyrði þar mikinn glaum. Var
þar heilsað Þorsteini og förunautum hans og mælt, að
hann skyldi sitja í öndvegi gegnt föður sínum, Þórólfi
mostrarskegg. Áður var fram komið í sögunni (E 9), að
Þórólfur trúði því um Helgafell, „at hann myndi þangat
fara, þá er hann dœi, ok allir á nesinu hans frændr.“
- Þessi „fyrirburðr“ var sagður konu Þorsteins sama
kvöld, og sagði hún þetta mega vera „fyrirboðan stœrri
tíðenda“. Morguninn eftir bámst þau tíðindi, að Þor-
steinn þorskabítur hefði dmkknað í fiskiróðri. Hér er
þeim Þorsteini þorskabít vel fagnað, eftirlifendur fá
staðfestingu á því að þeim hefur reitt vel af annars heims,
eins og boðsmenn á Fróðá þykjast fá um þá Þórodd.
1 Laxdæla sögu (76. kap.) segir frá því, er Þorkell
Eyjólfsson, síðasti eiginmaður Guðrúnar Ósvífursdóttur,
flytur við á ferju frá Ljárskógum í Dölum til kirkju á
Helgafelli, þar sem hann bjó. Fórst hann í stormi í mynni
Hvammsfjarðar. Að kvöldi þess dags, áður en Guðrún
frétti nokkuð af bónda sínum, sá hún draug í kirkjugarðs-
hliðinu heima á Helgafelli er hún gekk til kirkju. Sagði
draugurinn: „Mikil tíðendi, Guðrún.“ Er hún kom til