Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 111

Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 111
109 frekara viðnám. Annars er athyglisvert að þegar hin eig- inlegu Fróðárundur eru komin af stað er lítið rúm lengur fyrir mannlýsingar. Svið mannlífsins þokar fyrir sviði hins yfirnáttúrlega. 14.3. Næst því að rekkjubúnaðurinn var brenndur skyldi „sœkja þá menn alla í duradómi, er aptr gengu“. (E 151). Þá „stefndi Kjartan Þóri viðlegg, en Þórðr kausi Þóroddi bónda, um þat, at þeir gengi þar um hýbýli ólofat ok firrði menn bæði lífi ok heilsu“. (E 151). Hefur ekki þótt tilhlýðilegt að Kjartan stefndi föður sínum. Farið var að öllu eins og á venjulegum þingadómum, segir í sögunni, en duradómar, sem aðeins koma fyrir hér og á öðrum stað í Eyrbyggju (og Sturlubók Landnámu eftir þeim stað), voru einkadómar, og taldir leifar eldri réttar, frá þeim tíma er þingadómar voru ekki orðnir fastir í sessi. (Sjá Maurer 1896, 31-48). Nú var sóttur hver af öðrum, og er dómsorði var lokið á hvem og einn, stóð sá upp og mælti einhver þau orð, sem á fannst að „nauðigr losnaði“, og gekk út síðan. Em tilfærð orð allra þeirra sem getið hefur verið sérstaklega að gengju aftur. Þórir viðleggur mælti: „Setit er nú, meðan sætt er“, sauðamaður sagði: „Fara skal nú, ok hygg ek, at þó væri fyrr sœmra“, og Þorgríma galdrakinn: „Verit er nú, meðan vært er“. Síð- astur var sóttur Þóroddur bóndi, hann mælti: „Fátt hygg ek hér friða, enda flýjum nú allir“. (E 152). Allar þessar afturgöngur svara í stuðluðu máli, í samræmi við venju. (3.1.). Þó sker svar sauðamanns sig úr fyrir það, hvað það er miklu óreglulegra en hin svörin. Gæti það rennt stoðum undir þá tilgátu, að hans þáttur sé tiltölulega nýr í Fróðárundrum, enda væri þama greinileg þrítala með áherslu á síðasta liðinn, ef hann væri ekki. Enda þótt málsókn gegn afturgöngum komi ekki víðar fyrir, fellur hún vel inn í kerfi fomíslenskrar draugatrúar með því að hún skipar dauðum mönnum á sama bás og lifandi. Þannig er viðurkennt áframhald lífs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.