Studia Islandica - 01.06.1983, Page 112

Studia Islandica - 01.06.1983, Page 112
110 með svipuðu sniði eftir dauðann og fyrir hann. (Klare 1933-34, 53). Að fomu tíðkaðist hér að sækja dauða menn til saka, og kemur sú venja fyrir í lögum ýmissa germanskra þjóða á miðöldum. (Wallén 1958). Hér er alltaf um það að ræða, að maður hefur verið staðinn að verki og drepinn, og sá sem það gerði reynir að fá hann dæmdan óhelgan eða ógildan, þannig að ekki komi fyrir hann bætur eða hefnd. Er þetta yfirleitt kallað að „stefna til óhelgi“. Oft var hinn dauði sjálfur viðstaddur, þ.e. lik hans, þegar um mál hans var fjallað, og þá sem málsaðili. Þannig segir t.d. frá því í Víga-Glúms sögu, 9. kap., að Glúmur stefndi Sigmundi til óhelgi, og gróf hann upp. Duradómurinn gegn afturgöngunum hefur þannig á sér fornlegan svip.26) Er jafnvel ekki fráleitt að hugsa sér að duradómur hafi í rauninni verið viðhafður gegn Fróð- árundrum, en fólk aðeins ímyndað sér að afturgöngurnar heyrðu dómsorðin. 14.4. Snorri goði „bað prest veita þar tíðir, vigja vatn ok skripta mgnnum.“ (E 151). Eftir duradóminn að Fróðá segir hins vegar: „bar prestr þá vígt vatn ok helga dóma um q11 hús. Eptir um daginn syngr prestr tíðir allar ok messu hátiðliga". (E 152). Þama vantar skriftimar, vígða vatnið hefur fengið helga dóma isér til fulltingis og tíð- imar messu hátíðliga. En lítils háttar ósamkvæmni af þessu tagi kemur svo sem víðar fyrir i Fróðárundraþætti. (Sjá t.d. Gering 1897, neðanmál við 189,18 og 190,5). Vígt vatn var ákaflega hversdagslegur hlutur að fomu. (Molland 1976). Fólk dreypti á sig vígðu vatni úr skál sem stóð við kirkjudyr, er það kom til guðsþjónustu og þegar það fór, og hafði með sér vigt vatn til að stökkva á skepnur sínar og híbýli. Vatnið var vigt til að gegna táknrænu hreinsunarhlutverki. Var það notað í sérstökum tilgangi af prestmn, hæði við særingarathafnir (exorcis- mus) og blessunarathafnir (benedictiones). Ekki var sama, hver vígði vatnið, sérstaklega fór t.d. mikið orð af vatns-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.