Studia Islandica - 01.06.1983, Qupperneq 112
110
með svipuðu sniði eftir dauðann og fyrir hann. (Klare
1933-34, 53). Að fomu tíðkaðist hér að sækja dauða
menn til saka, og kemur sú venja fyrir í lögum ýmissa
germanskra þjóða á miðöldum. (Wallén 1958). Hér er
alltaf um það að ræða, að maður hefur verið staðinn að
verki og drepinn, og sá sem það gerði reynir að fá hann
dæmdan óhelgan eða ógildan, þannig að ekki komi fyrir
hann bætur eða hefnd. Er þetta yfirleitt kallað að „stefna
til óhelgi“. Oft var hinn dauði sjálfur viðstaddur, þ.e. lik
hans, þegar um mál hans var fjallað, og þá sem málsaðili.
Þannig segir t.d. frá því í Víga-Glúms sögu, 9. kap., að
Glúmur stefndi Sigmundi til óhelgi, og gróf hann upp.
Duradómurinn gegn afturgöngunum hefur þannig á sér
fornlegan svip.26) Er jafnvel ekki fráleitt að hugsa sér
að duradómur hafi í rauninni verið viðhafður gegn Fróð-
árundrum, en fólk aðeins ímyndað sér að afturgöngurnar
heyrðu dómsorðin.
14.4. Snorri goði „bað prest veita þar tíðir, vigja vatn
ok skripta mgnnum.“ (E 151). Eftir duradóminn að Fróðá
segir hins vegar: „bar prestr þá vígt vatn ok helga dóma
um q11 hús. Eptir um daginn syngr prestr tíðir allar ok
messu hátiðliga". (E 152). Þama vantar skriftimar, vígða
vatnið hefur fengið helga dóma isér til fulltingis og tíð-
imar messu hátíðliga. En lítils háttar ósamkvæmni af
þessu tagi kemur svo sem víðar fyrir i Fróðárundraþætti.
(Sjá t.d. Gering 1897, neðanmál við 189,18 og 190,5).
Vígt vatn var ákaflega hversdagslegur hlutur að fomu.
(Molland 1976). Fólk dreypti á sig vígðu vatni úr skál
sem stóð við kirkjudyr, er það kom til guðsþjónustu og
þegar það fór, og hafði með sér vigt vatn til að stökkva
á skepnur sínar og híbýli. Vatnið var vigt til að gegna
táknrænu hreinsunarhlutverki. Var það notað í sérstökum
tilgangi af prestmn, hæði við særingarathafnir (exorcis-
mus) og blessunarathafnir (benedictiones). Ekki var sama,
hver vígði vatnið, sérstaklega fór t.d. mikið orð af vatns-