Studia Islandica - 01.06.1983, Síða 120
ATHUGASEMDIR
1) Einnig er minnst á Fróðárundur í annálum. Skálholtsannáll
árið 1000: „Vndr at Fróð á“ (Islandske annaler, 179). Flateyjar-
annáll árið 1000: „Vrdu vndr at Froda“ (Flateyjarbók III, 505).
Oddverjaannáll érið 1001: „Þetta air oc annad fyrri vrdu þau
miclu vndr at Fródai j Eyrar sueit: sem seigir j Eyrbyggju:“
(Isl. ann., 467). Þetta gæti allt verið komið úr Eyrbyggju. Auk
þess er minnst á Fróðárundur í Eiríks s. rauða, sjá 6.3.
2) Til hægðarauka kalla ég í þessari ritgerð frásagnir um reynslu
af framliðnum einu nafni „draugasögur", enda þótt það orð sé
yfirleitt aðeins notað um sérstaka gerð slíkra frásagna. Sömu-
leiðis er hér orðið „draugur" notað almennt um látinn mann,
sem eftirlifendur verða varir við á einn eða annan hátt. Þetta
er víðari skilgreining en í almennri málvitund, þar sem orðið
felur yfirleitt í sér óhugnað.
3) Nokkrir sem fjallað hafa um Fróðárundur hafa tekið þau sem
reynslufrásagnir (,,memorat“) að öllu eða verulegu leyti, og
skal það nefnt hér, sem rekið hefur á mínar fjörur. Einar H.
Kvaran (1929) skrifar um undrin frá sjónarhóli spíritista, Árni
Óla (1964) um lætin í skreiðarhlaðanum sem „poltergeist“-
fyrirbæri, Árni Vilhjálmsson (1961) skrifar um blóðregnið að
Fróðá sem náttúrufyrirbrigði, og Eiríkur Björnsson, læknir i
Hafnarfirði, flutti útvarpserindi seinni part vetrar 1979, þar sem
hann gefur m.a. læknisfræðilegar skýringar é undrunum.
4) Um árið 1333 segir m.a. í Gottskálksannál: „Hiarandi hiet madr
er drap mann j gridvm næsta dag fyrir Thomas messo er nysett
var jola grid j kross kirkiu gardi j Biorgvin. hann var hoggvin
Torlacs messo. annar madr for sier sialfr og gengu bader aptur
og dov af þui iij menn.“ (Islandske annaler, 349). Um árið 1340
m.a.: „Vegin Sigmundr Krack son drottins dag næsta epter jol.
þa sau menn aller senn þat sama kuelld i Horgnesi epter dag-
setur mann hofudlausan og duttv aller nidr.“ (Isl. ann., 351).
1 Höyers annál segir m.a. um árið 1192: „Skip kom i Breiða fiorð