Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 13

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 13
Rit Mógilsár 27/2012 13 b) að aukinn vöxtur annars gróðurs í kr ingum ábornu t i l rauna- plönturnar hafi dregið úr frost- hreyfingum í jarðvegi. Áburðargjöf getur valdið þurrkstressi í plöntum og þannig valdið afföllum (Jacobs og Timmer 2005; Hreinn Óskarsson 2010). Hættan á þessu kemur einkum fram ef notaðir eru of stórir áburðarskammtar af auð- leystum áburði eða ef miklir þurrkar koma í kjölfar áburðargjafarinnar. Þá verður saltstyrkur í kringum rætur of mikill og þær ná ekki að taka upp vatn (Hreinn Óskarsson 2010). Þetta er talið skýra neikvæð áhrif af áburðargjöfinni í jólatrjáatilraun Else Möller (2010), en þar kannaði hún áhrif áburðargjafar á ýmsar tegundir við gróðursetningu. Stafafura var viðkvæmust fyrir þessum áhrifum, blágreni og rauðgreni þoldu þau betur en þessar tegundir sýndu samt besta lifun í óábornu landi. Afföllin voru tengd áðurnefndum saltáhrifum og miklum þurrkum sem voru á Vesturlandi sumarið 2009. Einnig má geta niðurstaðna nýlegs meistaraverkefnis Rakelar J. Jóns- dóttur (2011) þar sem lifun hjá sitkabastarði var skoðuð á graslendi í Skagafirði og mólendi í Eyjafirði. Í Eyjafirði var lifun óáborna plantna marktækt verri en þeirra sem fengu áburð en í Skagafirði var ekki marktækur munur á lifun. Í Eyjafirðinum höfðu lirfur rana- bjöllunnar minni áhrif á þær plöntur sem borið var á við gróðursetningu og útskýrði það að mestu muninn á lifun milli meðferða. Slík jákvæð áburðaráhrif á ranabjölluskemmdir komu ekki fram í tilraun Hreins Óskarssonar (2006) í Mosfelli og Haukadal eins og áður segir. Í annarri nýlegri rannsókn, þar sem áburðargjöf við haustgróðursetningu á Skagafirði og Eyjafirði var tekin út, hafði áburðargjöf jákvæð áhrif á lifun lerkis en hafði engin áhrif á lifun stafafuru og birkis. (Bergsveinn Þórsson o.fl. 2011). Ástæður verri lifunar í óábornu lerki voru ekki að fullu skýrðar en þó var nokkuð um ranabjölluskemmdir á tilrauna- svæðinu í Eyjafirði sem gæti verið hluti af skýringunni. Að framantöldu er ljóst að ýmsir þættir hafa áhrif á niðurstöður áburðartilrauna. Þar má telja frost- lyftingu, vöxt annars gróðurs í k r ingum t i l r aunap lön tu rnar , skemmdir af völdum ranabjöllulirfa, snjóalög, mismunandi svörun við áburðargjöf milli tegunda, mis- munandi landgerðir, tegund áburðar (auðleystur/seinleystur) og veðurfar, svo eitthvað sé nefnt. Ástæður þess að áburðargjöfin bætti ekki lifun í þessari tilraun má því væntanlega skýra með því að frostlyfting var ekki til staðar, ranabjalla ekki teljandi vandamál á tilrauna- svæðunum, auk þess sem þurrkar voru nokkuð miklir eftir áburðar- gjöfina, sem gæti hafa unnið á móti jákvæðum áhrifum áburðargjafar. Áhrif áburðargjafar við gróður- setningu á vöxt skógarplantna Áburðargjöf jók í flestum tilfellum hæð skógarplantna, eða í 23 tilfellum af 40 var hæð marktækt hærri en viðmiðs. Þetta er í góðu samræmi við niðurstöður flestra tilrauna sem gerðar hafa verið með áburðargjöf eftir gróðursetningu. (Jón Guðmundsson, 1995, Hreinn Óskarsson, o.fl.2006, Rakel J. Jónsdóttir 2011, Hreinn Óskarsson og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir 2009). Í 15 af 40 tilfellum var hins vegar ekki marktækur munur milli hæðar áburðarmeðferða og viðmiðs. Í tveimur tilfellum af 40 hafði áburðargjöf neikvæð áhrif á hæð, en það var hjá lerki á Norðurlandi. Neikvæð áhrif af áburðargjöf á vöxt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.