Rit Mógilsár - 2013, Side 15
Rit Mógilsár 27/2012 15
Útdráttur
Áburðargjöf á nýgróðursettar plöntur
hefur tíðkast í allri skógrækt hin
seinni ár. Með því að láta áburðinn
fylgja með í hnaus plantnanna
sparast magn og tími við áburðar-
gjöfina, auk þess sem minni hætta
er á að samkeppnisgróður steli
áburði frá trjáplöntunum. Árið 2009
var kynntur til sögunnar áburður í
vökvaformi sem kallaður var FLEX.
Talið var að FLEX gæti hugsanlega
fylgt með í hnaus plöntunnar við
gróðursetningu.
Tilraunin var sett upp á tveimur
stöðum á Norðurlandi og á tveimur
stöðum á Austurlandi. Á Norðurlandi
var gróðursett birki, lerki, stafafura
og sitkabastarður. Á Austurlandi var
gróðursett birki, lerki, lindifura og
sitkagreni. Meðferðin fólst misstórum
skömmtum af FLEX áburði í hnaus
rétt fyrir gróðursetningu. Þeir voru 4
ml, 2 ml, 1 ml, 0,5 ml og loks enginn
áburður til viðmiðunar.
FLEX-áburður beint í hnaus
plöntunnar rétt fyrir gróðursetningu
jók almennt ekki lifun plantnanna.
Einn ml eða meira dró nær alltaf
mikið úr lifun en 0,5 ml skammtur
virtist ekki auka afföll hjá lerki, birki
og sitkabastarði, þó hann gerði það
hjá stafafuru, lindifuru og sitkagreni.
Áburðargjöfin gaf ekki í neinum
tilvikum marktæka aukningu á vexti.
Það er því ekki hægt að mæla með
FLEX í hnaus fyrir gróðursetningu í
því magni sem hér var reynt.
Hugsanlegt er að enn minni
skammtar hefðu haft jákvæð áhrif
en það þarf að prófa sérstaklega.
Inngangur
Áburðargjöf á nýgróðursettar plöntur
hefur tíðkast í allri skógrækt hér-
lendis hin seinni ár. Með því að láta
áburðinn fylgja með í hnaus plantna
sparast magn áburðar og tími við
áburðargjöf, auk þess sem minni
hætta er á að samkeppnisgróður
steli áburði frá trjáplöntunum. Árið
2009 var kynntur til sögunnar
áburður í vökvaformi sem kallaður
var FLEX (Flex fertilizer system
2013). Sérstakir bindieiginleikar
áburðarins við jarðveginn áttu að
koma í veg fyrir útskolun. Talið var
að FLEX gæti hugsanlega fylgt með í
hnaus plöntunnar við gróður-
setningu. Því ákváðu Norðurlands-
skógar í samstarfi við Héraðs- og
Austurlandsskóga að setja út tilraun
til að kanna áhrif þess að koma fyrir
misstórum skömmtum af FLEX-
áburði í hnaus fjölpottaplantna af
birki, lerki, sitkabastarði/sitkagreni
og stafafuru/lindifuru.
Efni og aðferðir
Tilraunin var sett upp á tveimur
stöðum á Norðurlandi, á Stóru-
Hámundarstöðum við utanverðan
Eyjafjörð og í Ásgarð Eystri við
Áburðargjöf á skógarplöntur í hnaus með FLEX áburði
fyrir gróðursetningu
Benjamín Örn Davíðsson2, Bergsveinn Þórsson1, Brynjar Skúlason1,
Hlynur Gauti Sigurðsson2, Rakel J. Jónsdóttir1, Sherry Curl2 og Þórveig
Jóhannsdóttir2
1Norðurlandsskógum; 2Héraðs- og Austurlandsskógum