Rit Mógilsár - 2013, Síða 15

Rit Mógilsár - 2013, Síða 15
Rit Mógilsár 27/2012 15 Útdráttur Áburðargjöf á nýgróðursettar plöntur hefur tíðkast í allri skógrækt hin seinni ár. Með því að láta áburðinn fylgja með í hnaus plantnanna sparast magn og tími við áburðar- gjöfina, auk þess sem minni hætta er á að samkeppnisgróður steli áburði frá trjáplöntunum. Árið 2009 var kynntur til sögunnar áburður í vökvaformi sem kallaður var FLEX. Talið var að FLEX gæti hugsanlega fylgt með í hnaus plöntunnar við gróðursetningu. Tilraunin var sett upp á tveimur stöðum á Norðurlandi og á tveimur stöðum á Austurlandi. Á Norðurlandi var gróðursett birki, lerki, stafafura og sitkabastarður. Á Austurlandi var gróðursett birki, lerki, lindifura og sitkagreni. Meðferðin fólst misstórum skömmtum af FLEX áburði í hnaus rétt fyrir gróðursetningu. Þeir voru 4 ml, 2 ml, 1 ml, 0,5 ml og loks enginn áburður til viðmiðunar. FLEX-áburður beint í hnaus plöntunnar rétt fyrir gróðursetningu jók almennt ekki lifun plantnanna. Einn ml eða meira dró nær alltaf mikið úr lifun en 0,5 ml skammtur virtist ekki auka afföll hjá lerki, birki og sitkabastarði, þó hann gerði það hjá stafafuru, lindifuru og sitkagreni. Áburðargjöfin gaf ekki í neinum tilvikum marktæka aukningu á vexti. Það er því ekki hægt að mæla með FLEX í hnaus fyrir gróðursetningu í því magni sem hér var reynt. Hugsanlegt er að enn minni skammtar hefðu haft jákvæð áhrif en það þarf að prófa sérstaklega. Inngangur Áburðargjöf á nýgróðursettar plöntur hefur tíðkast í allri skógrækt hér- lendis hin seinni ár. Með því að láta áburðinn fylgja með í hnaus plantna sparast magn áburðar og tími við áburðargjöf, auk þess sem minni hætta er á að samkeppnisgróður steli áburði frá trjáplöntunum. Árið 2009 var kynntur til sögunnar áburður í vökvaformi sem kallaður var FLEX (Flex fertilizer system 2013). Sérstakir bindieiginleikar áburðarins við jarðveginn áttu að koma í veg fyrir útskolun. Talið var að FLEX gæti hugsanlega fylgt með í hnaus plöntunnar við gróður- setningu. Því ákváðu Norðurlands- skógar í samstarfi við Héraðs- og Austurlandsskóga að setja út tilraun til að kanna áhrif þess að koma fyrir misstórum skömmtum af FLEX- áburði í hnaus fjölpottaplantna af birki, lerki, sitkabastarði/sitkagreni og stafafuru/lindifuru. Efni og aðferðir Tilraunin var sett upp á tveimur stöðum á Norðurlandi, á Stóru- Hámundarstöðum við utanverðan Eyjafjörð og í Ásgarð Eystri við Áburðargjöf á skógarplöntur í hnaus með FLEX áburði fyrir gróðursetningu Benjamín Örn Davíðsson2, Bergsveinn Þórsson1, Brynjar Skúlason1, Hlynur Gauti Sigurðsson2, Rakel J. Jónsdóttir1, Sherry Curl2 og Þórveig Jóhannsdóttir2 1Norðurlandsskógum; 2Héraðs- og Austurlandsskógum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.