Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 18

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 18
 18 Rit Mógilsár 27/2012 Útdráttur Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að draga úr myndun rótarskota alaska- aspar eftir fellingu. Algengasta aðferðin er sennilega að hringbarka öspina ári áður en hún er felld. Þetta er þó ekki óbrigðult. Önnur algeng leið er að nota plöntueitur sem borið er á stubbinn í þó nokkrum styrk- leika strax eftir fellingu. Þetta getur gefið góða raun, en hefur þó sýnt sig geta einnig stórskemmt eða jafnvel drepið önnur aspartré í næsta nágrenni, sem geta þá fengið eitrið í sig í gegnum rótartengsl. Aðferðin sem þróuð var í þessu rannsóknaverkefni fólst í því að í stað þess að bera eitur beint á stubbinn í talsverðum styrkleika strax við fellingu var beðið með eitrunina þar til að nýir sprotar tóku að myndast á rótarhálsi asparinnar ári síðar. Reynd voru tvö plöntueitur (Roundup og Herbamix) í fjórum mismunandi styrkleikum, alls 8 ólíkar meðferðir auk samanburðar þar sem ekkert var gert. Niðurstöðurnar lofa góðu fyrir þessa aðferð. Best reyndist að nota Herbamix í styrkleikanum 1,0% (160 ml í 5 l af vatni). Rótarskotin hurfu nær algjörlega en trén sem stóðu eftir grisjunina sýndu engin merki um skaða. Inngangur Alaskaösp (Populus trichocarpa) er vinsælt garðtré hérlendis og hún hefur einnig verið að stórauka hlutdeild sína í nytjaskógrækt á undanförnum 20 árum (Jón Geir Pétursson, 1999; Einar Gunnarsson, 2011). Alaskaösp getur, eins og fleiri tegundir ættkvíslarinnar, dreift sér með rótarskotum (Ceulemans, 1990). Myndun nýrra rótarskota margfaldast ef eitthvað hendir stofn móðurtrésins. Myndun rótarskota getur valdið vandamálum þegar garðeigendur vilja fjarlægja tré eða þegar skógareigendur vilja grisja samfellda asparskóga. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að draga úr myndun rótarskota eftir fellingu. Algengasta aðferðin er sennilega að hringbarka öspina ári áður en hún er felld til að koma í veg fyrir flutning á sykrum niður í rótina og draga þannig úr möguleikum hennar til rótaskotamyndunar. Þetta Notkun plöntueiturs til að varna endurvexti á alaskaösp eftir fellingu Bjarni Diðrik Sigurðsson1 og Jón Ágúst Jónsson2 1Landbúnaðarháskóla Íslands; 2Náttúrustofu Austurlands 1. mynd. Hér var Roundup borið í háum styrk á stubbana á alaskaraspartrjám sem voru felld sitt hvorum megin við tréð sem rétt tórir til vinstri á myndinni. Það hefur fengið í sig plöntueitri í gegnum rótar- tengsl. (Ljósm. Bjarni Diðrik Sigurðsson, júlí 2009).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.