Rit Mógilsár - 2013, Side 40
40 Rit Mógilsár 27/2012
slíkum stöðum gegnir öspin mikil-
vægu hlutverki við að styrkja ár-
farvegi og draga úr landbroti og
jarðvegseyðingu. Auk þess framleiðir
hún lífmassa sem nýtist dýralífi í og
við árnar. Vel mætti hugsa sér að
nýta alaskaösp í auknum mæli sem
áreyrategund hér á landi.
Þörfin fyrir kynbætur
Á Íslandi er alaskaösp yfirburðatré
hvað varðar vaxtarhraða og harð-
gervi (Arnór Snorrason og Stefán
Freyr Einarsson, 2002). Hins vegar
hefur skort vaxtaröryggi og gott
vaxtarform víða á landinu, auk þess
sem heppilega klóna hefur vantað
fyrir héruð með erfitt veðurfar.
Erfðabreytileiki meðal íslenskra
asparklóna er mikill, þar sem þeir
koma frá ólíkum svæðum í Alaska
(Aðalsteinn Sigurgeirsson 2001,
Freyr Ævarsson 2007, Halldór
Sverrisson o.fl. 2011). Með kyn-
bótum, sem byggja á víxlunum
ólíkra klóna, má fá fram afkvæmi
sem eru líkleg til að henta við ólík
skilyrði. Víða eru aðstæður erfiðar til
trjáræktar og er þá öspin það tré
sem fyrst kemur og veitir skjól fyrir
önnur tré. Einnig er mikilvægt að fá
fram klóna með mikla vaxtargetu við
góð skilyrði. Með ræktun slíkra klóna
fást afurðir fyrr en ella og landþörf
fyrir ræktunina er minni en þegar
seinvaxinn trjágróður er ræktaður.
Önnur meginástæða fyrir því að
kynbætur eru stundaðar á ösp eru
sjúkdóma- og meindýravandamál.
Rannsóknir hafa sýnt að asparryð
dregur mjög úr vexti og veldur oft
kali á sprotum (Albers o.fl., 2006,
Jónsdóttir, 2011).
Alaskaösp byrjar að bera fræ í kring
um 20 ára aldurinn við þær
aðstæður sem ríkja hér á landi. Á
áttunda áratug síðustu aldar voru því
1. mynd. Staðsetning afkvæmatilrauna úr víxlunum á alaskaasparklónum á árunum
1995, 2002, 2004 og 2005.