Rit Mógilsár - 2013, Síða 47
Rit Mógilsár 27/2012 47
kolmónoxíð, metan og vetni. Megin-
tilgangurinn með kolun er oft sá að
framleiða lífolíu, en kolin verða þá til
sem aukaafurð. Sé gras eða hálmur
notað sem hráefni umbreytast 20-
30% af efninu í lífkol, en 42-62% sé
trjáviður notaður í framleiðsluna og
nýjustu tækni beitt. Afgasið er hægt
að nýta á ýmsan hátt til orku-
framleiðslu.
Áhrif lífkola á jarðveg og
plöntuvöxt
Í lífkolum myndast gífurlega mikið
innra yfirborð. Gramm af kolum
getur haft yfir 300 m2 yfirborð, ef
kolin eru framleidd við hitastig á milli
450 og 700°C, en það fer hratt
minnkandi við hærra hitastig.
Þetta mikla yfirborð eykur jóna-
skiptahæfni jarðvegsins og stuðlar
að miðlun vatns, þar sem kolin geta
dregið mikið vatn í sig í vætu og
miðlað í þurrki. Kolin stuðla að
hagstæðum breytingum á jarðvegs-
lífi (Jones et al., 2012, Lehmann et
al., 2011), auk þess sem þau hækka
sýrustig (pH) í súrri jörð (Jones et
al., 2012, Major et al., 2010).
Tilraunir hafa sýnt að uppskera
nytjaplantna getur aukist sé lífkolum
blandað í jarðveginn (Major et al.
2010, Rillig et al., 2010, Rondon et
al., 2007, Van Zwieten, 2010). Enn
sem komið er þó ekki leyfilegt að
2. mynd. Á myndinni eru sýnd áhrif hitastigs á sýrustig, innra yfirborð og
jónskiptahæfni (CEC) kolanna. Á grænlitaða bilinu næst hámarksyfirborð, auk þess sem
sýrustig og jónskiptahæfni eru ákjósanleg.
3. mynd. Á myndinni sjást kolaðir
veggir viðaræðanna í viðnum.