Rit Mógilsár - 2013, Síða 50

Rit Mógilsár - 2013, Síða 50
 50 Rit Mógilsár 27/2012 þrátt fyrir gróður- og jarðvegs- eyðingu á sumum svæðum þá eru fleiri svæði landsins í framför (Náttúrufræðistofnun Íslands, 2011). Breytingar á gróðurþekju, hvort sem þær verða vegna bættra vaxtar- skilyrða eða með beinum aðgerðum, svo sem með landgræðslu og skóg- rækt, hafa margháttaðar breytingar á för með sér í öllu vistkerfinu; meðal annars í þeim lækjum og ám sem um slík svæði renna. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að gróður á vatnasviðum getur haft mikil áhrif á vistkerfið í vatninu, ekki síst vegna aukins framboðs lífræns efnis sem flyst af landi ofan í vatnið og verður þar mikilvæg fæðu- uppspretta lífvera í lækjunum (Fisher og Likens, 1973; Petersen and Cummins, 1974; Collen o.fl, 2004). Það er jafnframt þekkt að breytingar á gróðurfari á heilum vatnasviðum geta haft áhrif á lífríki vatna og lækja í langan tíma eftir að breytingarnar hafa orðið (Goodale & Aber, 2001). Ísland ætti að bjóða upp á einstak- lega góðar aðstæður til slíkra rannsókna vegna þeirra miklu breytinga á gróðurfari sem hér hafa orðið og eru enn að verða. Þar sem aðstæður hér á landi eru þó oft ólíkar því sem gerist í öðrum löndum er varasamt að heimfæra erlendar niðurstöður alfarið yfir á íslenskar aðstæður. Innlendar rannsóknir hefur skort á áhrifum gróðurfarsbreytinga á vist- fræði vatna og lækja hér á landi. Þó ber að nefna rannsóknir Moulton og Berner (1998) á áhrifum gróðurfars á efnafræði straumvatna og rannsóknir Gísla M. Gíslasonar o.fl. (1998) og Hákons Aðalsteinssonar og Gísla M. Gíslasonar (1998) á vatnalíf á misgrónum vatnasviðum. Sú rannsókn sem hér verður fjallað um er fyrsta rannsókn sinnar tegundar þar sem könnuð eru bein áhrif skógarþekju á lífríki í lækjum á Íslandi. Hún var hluti af stærra rannsóknaverkefni sem kallast SkógVatn (www.skogvatn.is) sem unnið var bæði á S- og Austurlandi á árunum 2007-2009. Meginmarkmið hennar var að leitað svara við því hvaða áhrif skógarþekja hefur á flutning lífræns efnis í læki og virkni niðurbrotslífvera í þeim og þannig hvaða áhrif skógarþekja vatnasviða hefur á vatnalíf. Efni og aðferðir Rannsóknin var framkvæmd á Suðurlandi og samanstóð af átta lindarlækjum og vatnasviðum þeirra 2. mynd. Helmingur lækjanna sem rannsakaðir voru runnu að hluta til um birkiskóg (efri mynd) en aðrir runnu á berangri þar sem gróðurþekja var lítil sem engin (neðri mynd).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.