Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 50
50 Rit Mógilsár 27/2012
þrátt fyrir gróður- og jarðvegs-
eyðingu á sumum svæðum þá eru
fleiri svæði landsins í framför
(Náttúrufræðistofnun Íslands, 2011).
Breytingar á gróðurþekju, hvort sem
þær verða vegna bættra vaxtar-
skilyrða eða með beinum aðgerðum,
svo sem með landgræðslu og skóg-
rækt, hafa margháttaðar breytingar
á för með sér í öllu vistkerfinu;
meðal annars í þeim lækjum og ám
sem um slík svæði renna.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að
gróður á vatnasviðum getur haft
mikil áhrif á vistkerfið í vatninu, ekki
síst vegna aukins framboðs lífræns
efnis sem flyst af landi ofan í vatnið
og verður þar mikilvæg fæðu-
uppspretta lífvera í lækjunum (Fisher
og Likens, 1973; Petersen and
Cummins, 1974; Collen o.fl, 2004).
Það er jafnframt þekkt að breytingar
á gróðurfari á heilum vatnasviðum
geta haft áhrif á lífríki vatna og
lækja í langan tíma eftir að
breytingarnar hafa orðið (Goodale &
Aber, 2001).
Ísland ætti að bjóða upp á einstak-
lega góðar aðstæður til slíkra
rannsókna vegna þeirra miklu
breytinga á gróðurfari sem hér hafa
orðið og eru enn að verða. Þar sem
aðstæður hér á landi eru þó oft
ólíkar því sem gerist í öðrum löndum
er varasamt að heimfæra erlendar
niðurstöður alfarið yfir á íslenskar
aðstæður.
Innlendar rannsóknir hefur skort á
áhrifum gróðurfarsbreytinga á vist-
fræði vatna og lækja hér á landi. Þó
ber að nefna rannsóknir Moulton og
Berner (1998) á áhrifum gróðurfars
á efnafræði straumvatna og
rannsóknir Gísla M. Gíslasonar o.fl.
(1998) og Hákons Aðalsteinssonar
og Gísla M. Gíslasonar (1998) á
vatnalíf á misgrónum vatnasviðum.
Sú rannsókn sem hér verður fjallað
um er fyrsta rannsókn sinnar
tegundar þar sem könnuð eru bein
áhrif skógarþekju á lífríki í lækjum á
Íslandi. Hún var hluti af stærra
rannsóknaverkefni sem kallast
SkógVatn (www.skogvatn.is) sem
unnið var bæði á S- og Austurlandi á
árunum 2007-2009. Meginmarkmið
hennar var að leitað svara við því
hvaða áhrif skógarþekja hefur á
flutning lífræns efnis í læki og virkni
niðurbrotslífvera í þeim og þannig
hvaða áhrif skógarþekja vatnasviða
hefur á vatnalíf.
Efni og aðferðir
Rannsóknin var framkvæmd á
Suðurlandi og samanstóð af átta
lindarlækjum og vatnasviðum þeirra
2. mynd. Helmingur lækjanna sem
rannsakaðir voru runnu að hluta til um
birkiskóg (efri mynd) en aðrir runnu á
berangri þar sem gróðurþekja var lítil
sem engin (neðri mynd).