Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 84

Rit Mógilsár - 2013, Blaðsíða 84
 84 Rit Mógilsár 27/2012 Í öllum tilfellum var gert nákvæmt skipulag af görðunum í tölvu með forritinu Microstation. Með slíku nákvæmu skipulagi, þar sem hver planta er teiknuð inn, helst góð yfirsýn yfir plöntusöfnin. Grunngögn af svæðum voru fengin hjá Land- búnaðarháskólanum og viðkomandi sveitarfélögum. Mælingar og úttektir á tilraunaplöntum Í fyrsta hluta Yndisgróðurs- verkefnisins sem lauk haustið 2012, var ekki lögð áhersla á sérstakar vísindalegar mælingar eða úttektir á plöntum, heldur var markmiðið fyrst og fremst að koma upp plöntu- söfnum. Töluverðar úttektir og mæl- ingar hafa engu að síður verið gerðar á öllum rannsóknasvæð- unum. Ljósmyndir af hverju yrki hafa verið teknar einu til þrisvar sinnum á ári. Lifun hefur verið skráð árlega og gerð hefur verið úttekt á kali og laufgun á Reykjum vorin 2009-2012, í Sandgerði og á Blönduósi vorin 2010 og 2012. Stærðarmæling (hæð+breidd) hefur verið gerð á Blönduósi og í tilraunabeltum á Hvanneyri vorin 2010-2012 og á Reykjum og Sand- gerði vorið 2012. Út frá þessum úttektum er að nokkru hægt að meta hvaða tegundir og yrki þrífast best á hverjum stað, þótt að verkefnið sé enn ungt að árum. Með samanburði á yrkjum á fleiri en einum stað, auk víðtækari reynslu frá öðrum aðilum, má draga almennar ályktanir um harðgeri mismunandi yrkja. Niðurstöður - Tegundir og yrki í safni Yndisgróðurs sem gætu hentað í skjólbelti Í safni Yndisgróðurs eru nú 611 yrki af um 230 tegundum garð- og landslagsplantna og þar af er yfirgnæfandi meirihluti runna- tegundir. Af þeim eru 84 yrki af samtals 44 tegundum sem bæði teljast harðgerð við íslenskar aðstæður og hentug til skjólbelta- ræktunar, þ.e. þær fullnægja að einhverju eða verulegu leyti þeim kröfum sem gerðar eru til skjólbeltaplantna. Af þeim 84 yrkjum sem geta talist harðgerð og heppileg eru: 62 yrki af 29 tegundum á Reykjum 62 yrki af 37 tegundum í Sandgerði 46 yrki af 30 tegundum á Blönduósi 13 yrki af 13 tegundum í tilraunaskjólbelti á Hvanneyri. Tilraunareitir í Laugardal, Fossvogi og Hvanneyri eru yngri eða í miklu skjóli og því ekki teknir með hér. Um 34 yrki af 27 tegundum hafa í a.m.k. þremur af þessum fjórum tilraunareitum sýnt það góða lifun og þrif að ástæða er til að setja þau í frekari tilraunir fyrir skjólbeltaplöntur (1. tafla). Það sem kemur skýrt út úr fyrstu niðurstöðum er að yrki sömu tegunda sýna mikinn mun á harðgeri og hentugleika s.s. með tilliti til vaxtarlags og grósku. Það er því afgerandi við val á tegundum til skjólbeltaræktar að rétta yrkið sé valið fyrir hvert landsvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.