Rit Mógilsár - 2013, Side 87

Rit Mógilsár - 2013, Side 87
Rit Mógilsár 27/2012 87 mestu fengnar af vefnum Wikipedia (2012a), nema að annað sé tekið fram. Þar verður einnig minnst á afrakstur fræsöfnunarferða, einkum í Hallormsstaðaskógi, að Stálpa- stöðum og í Fljótshlíðinni. Ástæður fyrir því að trjátegundir sem fjallað er um í þessari grein, hafa ekki verið meira notaðar til skógræktar hingað til eru, að okkar mati, mismunandi: Menn telja tegundirnar ekki nógu öruggar í ræktun, að þær vaxi ekki nógu vel, að viður þeirra sé ekki eftirsóknar- verður, eða einfaldlega vegna þess að það eru takmörk fyrir því hversu margar tegundir er hagkvæmt að rækta, því úrvinnsluiðnaður vill helst talsvert magn af hverri tegund. Umfjöllun - Hverjar þessara tegunda eru áhugaverðastar til skógræktar? Hér verður nánar fjallað um hugsan- legar framtíðar tegundir sem hafa ekki verið mikið notaðar til skóg- rækar hingað til, en sem hafa sennilega þroskað fræ í fyrsta skipti hér um og eftir síðustu aldamót. Ekki verður fjallað um þær tegundir sem nú þegar eru mikið notaðar til skógræktar á Íslandi. Tsuga mertensiana (fjallaþöll) Hún vex uppí skógarmörkin frá Kenaí í Alaska til Kaliforníu. Getur náð 40 m hæð, en er yfirleitt aðeins 20-30 m í Alaska. Allt að 180 cm að þvermáli, en minni í Alaska. Könglarnir eru miklu stærri en á marþöll, en teljast samt fremur smáir, nær svartir með mikilli trjákvoðu (harpix). Fjallaþöll var plantað í Mörkina á Hallormsstað 1953 og aftur 1959 við Skriðdals- veginn í Hallormsstaðaskógi. Einnig var lítillega gróðursett af henni í Skorradal. Fjallaþöll ber árlega nóg af fræi á Hallormsstað og fræið spírar vel. Nokkrar þúsundir íslenskra plantna hafa verið gróður- settar á Vesturlandi og vonandi víðar á undanförnum árum. Plönturnar vaxa hægt fyrstu árin en fjallaþöllin er skuggaþolin og þrífst best í skjóli. Þarf nokkuð grófkorna en vel framræstan, en samt rakan, jarðveg. Viðurinn þolir mikla sveigju og tegundin er aðlöguð miklum snjóþyngslum. Tsuga heterophylla (marþöll) Hefur svipaða útbreiðslu og fjallaþöll í vestanverðri N-Ameríku. Tegundin þrífst best í röku loftslagi og djúpum, rökum, en vel framræstum jarðvegi með nægu súrefnisinnihaldi niður á 1 m dýpi. Meðalhiti júlímánaðar á út- breiðslusvæðinu er lægstur 11,3°C. Marþöll er mjög skuggaþolin og nær t.d. að vaxa upp innundir sitkagreni- skógum. Hún er því mjög dugleg að endurnýja sig fyrir og eftir rjóður- fellingu. Marþöllin getur talist þokka- lega ágeng tegund og því nothæf í sjálfbærri skógrækt. Vöxtur er hraður ef hún hefur næga birtu. Trén geta náð allt að 35 m hæð á innan við 100 árum. Hæstu tré hafa náð allt að 50-82 m hæð og þvermáli allt að 290 cm. Marþöllin byrjar að þroska fræ við 25-30 ára aldur. Viðurinn hentar í byggingar, innanstokksmuni, umbúðir í mat- vælaiðnaði og til framleiðslu sellu- lósa. Marþöll er neðan við Neðsta- Reit í Mörkinni á Hallormsstað (gróðursett 1962) og víðar. Mest fræ höfum við fengið af nokkrum trjám, en aðallega einu, í Guðrúnarlundi (gróðursett 1964). Mestum vexti hefur marþöllin á Hallormsstað sennilega náð við Jökullæk. Hún var skv. Sigurði Blöndal gróðursett þar 1963. Einnig er góður vöxtur í marþöll á Tumastöðum, en þar er hún sums staðar í of miklum þrengslum og skugga. Slíkt er ávísun á minni trjávöxt en ella. Fræ hefur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.