Rit Mógilsár - 2013, Side 90

Rit Mógilsár - 2013, Side 90
 90 Rit Mógilsár 27/2012 spírunarhæft fræ í október 2009 af döglingsvið á Stálpastöðum af kvæminu „Blueberry“ frá Bresku Kólumbíu. Þessi tré munu hafa verið gróðursett árið 1969. Annarsstaðar hefur ekki náðst spírunarhæft fræ. Í Noregi er hinsvegar hægt að fá fræ sem virðist henta fyrir Ísland. Döglingsviður getur orðið risavaxinn. Strandafbrigði hans er næst- hávaxnastur allra barrtrjáa á eftir rauðviðnum (Sequoia sempervirens). Hann getur orðið yfir 100 m á hæð, náð 500 cm í þvermáli og allt að 1000 ára aldri í heimkynnum sínum. Gefur af sér gæðatimbur (sem nefnist á ensku Oregon pine), sem stenst vel tímans tönn. Ung tré halda gjarnan greinum sínum alveg niður undir jörð. Döglingsviður getur farið að mynda fræ við 20-30 ára aldur. Á hverju 5-7 ára tímabili má búast við nokkrum árum með einhverri könglasetningu, einu ári án köngla og einu ári með mikilli blómstrun (og könglum). Fræin eru tiltölulega stór og mikilvæg fæða fyrir ýmis spendýr og fugla vestan- hafs. Tegundin virðist hafa mikla aðlögunarhæfni, bæði varðandi loft- slag og jarðveg. Rótarkerfið er yfir- leitt nokkru djúpstæðara en hjá sitkagreni. Pinus sibirica (lindifura) Lindifuran vex frá 58°N í Úralfjöllum austur í Jenisei dalinn á 68°N og suður til miðrar Mongólíu á 45°N. Hún finnst líka í suðvestri í Altaifjöllum í Kazakstan. Lindifura myndar skógarmörk í fjöllum á suðurhluta útbreiðslusvæðisins og þolir mikla vetrarkulda og næðing. Hún nær 30-40 m hæð og stofninn getur orðið 150 cm í þvermál. Lindifuruskógar þykja heilnæmt umhverfi fyrir brjóstveikisjúklinga. Greinarnar henta vel til skreytinga. Timbrið er m.a. notað í límtré og hentar vel til útskurðar. Langt er síðan lindifuran í Mörkinni á Hallormsstað tók að bera þroskað fræ. Mest er af henni ofan, neðan og utan við Neðsta-Reit, en líka ofan við Efsta-Reit. Hún sáir sér grimmt út af sjálfdáðum í Hallormsstaðaskógi og þroskar árlega mikið af fræi. Hún er því þokkalega ágeng tegund en nokkuð dýr í ræktun. Gera þyrfti tilraunir með beina sáningu hér- lendis. Lindifuran er ekki eins við- kvæm fyrir næðingi og áður var talið og getur vaxið vel í nokkuð rýrum móum. Hún er það barrtrjáa sem síst er haldið vaxtarstöðnun fyrst eftir gróðursetningu. Stutt en góð reynsla er af ræktun lindifuru á Vesturlandi. Fræin eru stór og eftirsótt til manneldis og fæst hátt verð fyrir hvert kg af lindifurufræi. Náskyld tegund, sembrafura (Pinus cembra) úr Mið-Evrópu, var einnig gróðursett í Hallormsstaðaskóg fyrir nokkrum áratugum. Callitropsis nootkatensis (alaskasýpris) Alaskasýpris er útbreiddur frá Kenai- skaga í Alaska til N-Californíu. Algengur í deiglendi og oft nærri skógarmörkum. Getur orðið allt að 40 m hár og allt að 400 cm í þvermál. Elsta tré sem vitað er um er meira en 1800 ára. Viðurinn er verðmætur og nýttur bæði t.d. í byggingar og í bátasmíði. Hann veðrast lítið, þolir tiltölulega vel að snerta jörð og er lítið étinn af skordýrum. Hentar vel í smíði gufu- baða. Alaskasýpris vex best í vel framræstum jarðvegi, þolir að vaxa í lítilsháttar skugga, en vill helst fullan aðgang að sólarljósi. Vex vel þar sem sumur eru svöl! Nokkur eintök af Alaskasýprus eru á fáeinum stöðum á landinu, t.d. á Stálpa- stöðum, þar sem hefur fengist spírandi fræ við Svartaklett. Þessi eintök lofa góðu, en æskilegt væri að fá dálítið meira fræ af Alaska- sýpris erlendis frá og prófa víðar og þá bæði á berangri og í skjóli, með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.