Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 8

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 8
8 Rit Mógilsár 31/2014 þessu mótmælt á þeim forsendum að meðferð vegna mats á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfis myndi auka kostnað við skógrækt, af því að aukið skrifræði dregur úr áhuga á þátttöku og af því að vald er fært á hendur aðila með takmarkaða þekkingu á skógrækt. Baráttan var hins vegar ekki af því að skógræktaraðilar hefðu neitt á móti góðu skipulagi. Gott skipulag er forsenda þess að ná árangri í skógrækt og að skógrækt sé í sátt við umhverfi og samfélag. Engin sönnun er þó fyrir því að aukin aðkoma Skipulags- stofnunar og sveitarfélaga að ákvörðunum tryggi gott skipulag skógræktar. Nú er staðan sú að skógrækt á 200 ha svæðum eða stærri og á verndarsvæðum er háð tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum og um leið framkvæmdaleyfi viðkomandi sveitarfélags. Sveitarfélög geta auk þess sett ákvæði í aðal- skipulagsáætlanir sínar um að öll skógrækt skuli vera framkvæmdaleyfisskyld (sbr. skipu- lagsreglugerð nr. 90/2013). Með breytingum á lögum um mat á umhverfisáhrifum sem liggja fyrir Alþingi þegar þetta er skrifað verður öll skógrækt á nýjum svæðum fram- kvæmdaleyfisskyld eða tilkynningarskyld vegna mats á umhverfisáhrifum (Alþingi 2014). Þar með eykst skrifræði og með því kostnaður skógræktenda. Þar með aukast völd bæði Skipulagsstofnunar og sveitar- félaga yfir skógrækt. Nýju lögin um mat á umhverfisáhrifum þrýsta verulega á um að valdið verði hjá sveitarfélögum. Flestar skógræktarframkvæmdir verða ekki tilkynningar skyldar til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum svo fremi þær séu á svæðum sem eru skráð sem skógræktarsvæði skv. aðalskipulagsáætlun sveitarfélags, sem þýðir að þau hafi fengið framkvæmdaleyfi. Líklegt er því að fram- kvæmdaleyfi sveitarfélags verði hin almenna regla. Að svo stöddu eru fæst sveitarfélög landsins í stakk búin til að veita framkvæmda- leyfi til skógræktar, enda hafa þau ekki sóst eftir því valdi. Framkvæmdaleyfi Hinn stjórnsýslulegi vandi er sá að sá sem sækir um framkvæmdaleyfi þarf að vita að hverju hann gengur. Hann þarf ekki aðeins að vita hvaða gögnum hann þurfi að skila heldur einnig á hvaða forsendum þau verði metin. Það gengur ekki að einkaskoðanir sveitarstjórnarmanna ráði því hvort einstak- lingur fær að rækta skóg á sínu landi. Því nægir ekki að í aðalskipulagi skuli einungis kveðið á um að skógrækt skuli háð framkvæmdaleyfi. Forsendur framkvæmdaleyfis þurfa að vera skráðar og öllum opnar. Þær verða m.ö.o. að koma skýrt fram í aðalskipulagi sveitar- félagsins. Flest sveitarfélög hafa þó ekki sett sér neina sérstaka eigin stefnu um skógrækt og sú stefna sem þau kunna að setja sér verður að samræmast stefnu ríkisins, lögum og stjórnarskrá lýðveldisins. Sveitarfélög hafa m.ö.o. ekki frjálsar hendur með það hvaða stefnu þau setja sér í skógræktarmálum og um leið hvaða forsendur þau setja sér um útgáfu framkvæmdaleyfis. Í því stjórnsýslulega umhverfi sem nú er að ryðja sér til rúms, þar sem megin reglan verður sú að framkvæmdaleyfi sveitarfélags þurfi fyrir skógrækt á nýjum svæðum, er mikilvægt að sveitarfélög komi sér upp skýrum, opinberum forsendum fyrir veitingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.