Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 53

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 53
Rit Mógilsár 31/2014 53 Að vega og meta margbreytileika lífríkis við skipulag, skógrækt og „skipulagslausa skógrækt“ Útdráttur Núningur sem staðið hefur um margra ára skeið, á milli ýmissa talsmanna íslenskra skógræktarmála annars vegar og nokkurra talsmanna líffræðilegrar fjölbreytni hins vegar, virðist í grunninn lúta að óljósri hug- takanotkun og margræðum skilgreiningum sem snerta „framandi lífverur“. Niðurstaða höfundar er sú, að sjálf hugtökin „innlend tegund“, „framandi tegund“ og „framandi ágeng lífvera“ séu illa nothæf mannasmíð og aðgreining þeirra svo óljós og erfið að öllum sé fyrir bestu að þeim verði sem fyrst kastað fyrir róða. Inngangur Hugtakið „líffræðileg fjölbreytni“ (e. biologi- cal diversity, biodiversity) er jafnan notað sem samheiti yfir fjölbreytni lífríkis – og alla „efnishluta þess“. Það á sér ekki langa hefð í íslenskri tungu, en komst fyrst í hámæli í kjölfar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem haldin var í Rio de Janeiro í júní árið 1992. Þar undirrituðu þjóðir heims, þ.á.m. Ísland, „Samninginn um líf- fræðilega fjölbreytni“ (Sameinuðu þjóðirnar, 1992) og skuldbundu sig til þess að standa vörð um hana og líffræðilegar auðlindir jarðar. Í þessari grein verður sjónum aðeins beint í eina átt hvað varðar notkun hugtaks- ins í íslensku máli: að spurningunni um hvort skógrækt sé „í andstöðu“ við vernd líf- fræðilegrar fjölbreytni (sem hér eftir verður nefnd „líffjölbreytni“) og með hvaða hætti sú hugsanlega andstaða lýsir sér í orðum eða gerðum skógræktarfólks. Auðvitað er líffjölbreytni hið besta mál: um það er ekki deilt Meðal flestra sem láta sig hag umhverfis og náttúru nokkru varða er það talið sjálfsögð skylda mannkyns að vernda líffjölbreytni. En við hvað er átt með hugtakinu „líffjölbreytni“? Í Ríó-samningnum er hún talin ná til breyti- leika meðal allra lífvera, frá öllum uppsprett- um, þar með talið vistkerfum á landi, í sjó og vötnum og þau vistfræðilegu kerfi sem þær eru hluti af (Sameinuðu þjóðirnar, 1992). Nær hún því til fjölbreytni innan tegunda, milli tegunda og fjölbreytni innan og milli vistkerfa. Notkun hugtaksins er margræð og flókin, en menn hafa reynt að meta líffjöl- breytni með ýmsum magnbundnum hætti, svo sem með (1) fjölda tegunda (skil greindra flokkunareininga); (2) hlutfallslegum þétt- leika og dreifingu mismunandi tegunda; (3) erfðabreytileika innan tegunda og stofna (kvæma); og (4) fjölbreytni vistkerfa og bú- svæða lífvera á stærri samfelldum svæðum. Rökin fyrir verndun líffjölbreytni eru annars vegar að hún sé of dýrmæt mönnum til að henni megi fórna eða kasta á glæ í þágu skammtímahagsmuna, en hins vegar að siðferðisleg skylda okkar mannanna við heim náttúrunnar felist í því að vernda þá fjölbreytni lífríkis sem jörðin hefur alið af sér með líffræðilegri þróun á milljónum ára jarðsögunnar, jafnvel þótt sú fjölbreytni gagnist ekki öll manninum beint. Einatt er vitnað til Ríó-samningsins sem uppskriftar að því hvernig líffjölbreytni megi verja og vernda, auk fjölda ritningarskýringa (s.s. stríðs straums bóka, vísindagreina og ritgerða áhrifamikilla vísindamanna á þessu sviði) undanfarna tvo áratugi. Í hugum margra hefur líffjölbreytni smám saman öðlast þann Aðalsteinn Sigurgeirsson Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá adalsteinn@skogur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.