Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 55

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 55
Rit Mógilsár 31/2014 55 tvo áratugi um að skógrækt á Íslandi sé í andstöðu við líffjölbreytni. Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands (N.Í.) er sagt: „Skógrækt hér á landi hefur oft verið í and- stöðu við vernd líffræðilegrar fjölbreytni og því miður verður það að segjast að lítill vilji hefur verið til [að] viðurkenna megin mark- mið og skilning hugtaka við vernd líffræði- legrar fjölbreytni. Skógræktaraðilar hér á landi hafa oft verið í andstöðu við ýmis ákvæði og markmið samningsins um vernd líffræði- legrar fjölbreytni þvert á kollega sína í öðrum löndum.“(Náttúrufræðistofnun Íslands 2014, bls. 1) Í umsögn N.Í. eru ekki gefnar nánari skýringar á því hvað nákvæmlega er átt við með því að „viðurkenna [ekki] megin mark- mið og skilning hugtaka við vernd líffræði- legrar fjölbreytni“. En af samhenginu má ráða að málin snúist einkum um túlkanir á kafla 8 (h) í Ríó-sáttmálanum, en þar stendur: „(h) prevent the introduction of, control or eradicate those alien species which threaten ecosystems, habitats or species“, eða í íslenskri þýðingu: „[Hver samningsaðili skal eftir því sem hægt er og viðeigandi ...] „koma í veg fyrir að fluttar séu inn erlendar tegundir sem ógna vistkerfum, búsvæðum eða teg- undum, að öðrum kosti að stjórna þeim eða uppræta þær“ (Sameinuðu þjóðirnar, 1992). Í umsögn Landverndar um sama þingmál (nr. 211) segir: „Skógrækt á Íslandi hefur verið umdeild, ekki síst á síðari árum. Stjórn Landverndar telur mikilvægt að freista þess að ná betri sátt um þetta form landnýtingar sem hefur mikil áhrif á vistkerfi og landslag. Nauðsynlegt er því að vanda sérlega vel til verka þegar stefnu mótun og ákvarðanir eru teknar í þessum málaflokki. Styr hefur staðið um plantekruræktun með innfluttum trjá- tegundum, eða m.ö.o. nytjaskógrækt til framleiðslu viðarafurða. Með slíkri ræktun er verið að skapa vistkerfi með lítt sambæri- legum líffræðilegum og sjónrænum áhrifum á við endurheimt birkiskóga.“ (Landvernd, 2014, bls. 2) Ekki er í umsögn Landverndar gerð nánari grein fyrir því hvað sé neikvætt fyrir vistkerfi Íslands við „að skapa vistkerfi með lítt sam- bærilegum líffræðilegum og sjónrænum áhrifum á við endurheimt birkiskóga“. En síðar í sömu umsögn segir: „5. Önnur atriði. (a) Rannsóknir og þróun nái til mögulegra áhrifa framandi tegunda á lífríki og vistkerfi. Þekkt er að framandi (innfluttar) tegundir geta haft neikvæð áhrif á vistfræði og efna- hag. Mikilvægt er að ef rannsóknum á skógrækt á Íslandi verða stórefldar að þær taki einnig til mögulegra áhrifa framandi tegunda.“ (Landvernd, 2014, bls. 3). Hér er fyrri athugasemd skýrð nánar að því leytinu til að ljóst má vera að áhyggjur Landverndar beinist einkum að mögulegum áhrif um framandi tegunda á vistfræði landsins og efnahag þjóðarinnar. Ekki er þó gerð grein fyrir því hvort umræddar „fram- andi tegundir“ séu sjálfar trjátegundirnar sem notaðar eru við „plantekruræktun með innfluttum trjá tegundum“ eða hvort um sé að ræða einhverjar aðrar framandi tegundir (s.s. skaðvaldar, sjúkdómar) sem hugsan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.