Rit Mógilsár - 2014, Page 55

Rit Mógilsár - 2014, Page 55
Rit Mógilsár 31/2014 55 tvo áratugi um að skógrækt á Íslandi sé í andstöðu við líffjölbreytni. Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands (N.Í.) er sagt: „Skógrækt hér á landi hefur oft verið í and- stöðu við vernd líffræðilegrar fjölbreytni og því miður verður það að segjast að lítill vilji hefur verið til [að] viðurkenna megin mark- mið og skilning hugtaka við vernd líffræði- legrar fjölbreytni. Skógræktaraðilar hér á landi hafa oft verið í andstöðu við ýmis ákvæði og markmið samningsins um vernd líffræði- legrar fjölbreytni þvert á kollega sína í öðrum löndum.“(Náttúrufræðistofnun Íslands 2014, bls. 1) Í umsögn N.Í. eru ekki gefnar nánari skýringar á því hvað nákvæmlega er átt við með því að „viðurkenna [ekki] megin mark- mið og skilning hugtaka við vernd líffræði- legrar fjölbreytni“. En af samhenginu má ráða að málin snúist einkum um túlkanir á kafla 8 (h) í Ríó-sáttmálanum, en þar stendur: „(h) prevent the introduction of, control or eradicate those alien species which threaten ecosystems, habitats or species“, eða í íslenskri þýðingu: „[Hver samningsaðili skal eftir því sem hægt er og viðeigandi ...] „koma í veg fyrir að fluttar séu inn erlendar tegundir sem ógna vistkerfum, búsvæðum eða teg- undum, að öðrum kosti að stjórna þeim eða uppræta þær“ (Sameinuðu þjóðirnar, 1992). Í umsögn Landverndar um sama þingmál (nr. 211) segir: „Skógrækt á Íslandi hefur verið umdeild, ekki síst á síðari árum. Stjórn Landverndar telur mikilvægt að freista þess að ná betri sátt um þetta form landnýtingar sem hefur mikil áhrif á vistkerfi og landslag. Nauðsynlegt er því að vanda sérlega vel til verka þegar stefnu mótun og ákvarðanir eru teknar í þessum málaflokki. Styr hefur staðið um plantekruræktun með innfluttum trjá- tegundum, eða m.ö.o. nytjaskógrækt til framleiðslu viðarafurða. Með slíkri ræktun er verið að skapa vistkerfi með lítt sambæri- legum líffræðilegum og sjónrænum áhrifum á við endurheimt birkiskóga.“ (Landvernd, 2014, bls. 2) Ekki er í umsögn Landverndar gerð nánari grein fyrir því hvað sé neikvætt fyrir vistkerfi Íslands við „að skapa vistkerfi með lítt sam- bærilegum líffræðilegum og sjónrænum áhrifum á við endurheimt birkiskóga“. En síðar í sömu umsögn segir: „5. Önnur atriði. (a) Rannsóknir og þróun nái til mögulegra áhrifa framandi tegunda á lífríki og vistkerfi. Þekkt er að framandi (innfluttar) tegundir geta haft neikvæð áhrif á vistfræði og efna- hag. Mikilvægt er að ef rannsóknum á skógrækt á Íslandi verða stórefldar að þær taki einnig til mögulegra áhrifa framandi tegunda.“ (Landvernd, 2014, bls. 3). Hér er fyrri athugasemd skýrð nánar að því leytinu til að ljóst má vera að áhyggjur Landverndar beinist einkum að mögulegum áhrif um framandi tegunda á vistfræði landsins og efnahag þjóðarinnar. Ekki er þó gerð grein fyrir því hvort umræddar „fram- andi tegundir“ séu sjálfar trjátegundirnar sem notaðar eru við „plantekruræktun með innfluttum trjá tegundum“ eða hvort um sé að ræða einhverjar aðrar framandi tegundir (s.s. skaðvaldar, sjúkdómar) sem hugsan-

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.