Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 91

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 91
Rit Mógilsár 31/2014 91 Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi Hraundís Guðmundsdóttir Landbúnaðarháskóli Íslands raudsgil@gmail.com Útdráttur Nokkur reynsla er af ræktun ávaxtatrjáa hér á landi en hún hefur ekki áður verið dregin saman á einn stað. Síðustu 20 árin hafa aðallega tveir frumkvöðlar, Sæmundur Guð- mundsson á Hellu og Jón Guðmundsson, garðyrkjumaður á Akranesi, verið duglegir við að reyna ýmis yrki ávaxtatrjáa. Garðyrkjufélag Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands hófu tilraunir með ræktun ávaxtatrjáa vorið 2011 um allt land. Mismunandi yrki af epla-, peru-, plómu- og kirsuberjum voru prófuð og upp- lýsingar skráðar í gagnagrunn. Markmiðið með BS-ritgerð höfundar var að skoða og skrá hvaða yrki henta til ræktunar hér á landi. Teknar voru saman allar fréttir sem birtar hafa verið af ræktun ávaxtatrjáa og þær bornar saman við tíðafarsupplýsingar í 170 ár. Jafnframt var unnið úr upplýsingum úr verkefni GÍ og LBHÍ og þrif ávaxtayrkja borin saman eftir vaxtarstöðum. Í ljós kom að veðurfar hafði afgerandi áhrif á tíðni frétta af ræktun ávaxtatrjáa á tímabilinu. Eftir því sem meðalhiti var meiri því fleiri voru fréttirnar. Samkvæmt frumniðurstöðum úr ávaxta- tilrauninni frá 2011 var nokkuð góð lifun á flestum yrkjunum en tíðni kals var mikil. Inngangur Íslendingar hafa lengi verið að prófa sig áfram með ræktun plantna til nytja og skrauts og meðal annars með ávaxtatré. Loftslagið hér á landi hefur oft gert mönnum erfitt fyrir og á kuldaskeiðum misferst ræktunin og sú þekking sem fengin var vill þá oft glatast. Sæmundur Guðmundsson á Hellu er frum- kvöðull í ræktun ávaxtatrjáa og hefur ver- ið að prófa tugi yrkja síðan árið 1994. Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur hefur einnig prófað sig áfram undanfarin 15 ár með ræktun ýmissa yrkja í garðinum hjá sér á Akranesi með góðum árangri (Ólafur S. Njálsson, 2011). Áhugi þessara manna á ræktun ávaxtatrjáa varð til þess að sú hug- mynd kviknaði hjá Garðyrkjufélagi Íslands að fara af stað með tilraun til ræktunar ávaxta- trjáa í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri aðila (Vilhjálmur Lúðvíksson, 2013). Efni og aðferðir Greinin er útdráttur úr BS-verkefni höfundar frá skógfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands (Hraundís Guðmundsdóttir, 2013). Til að skrá sögu ávaxtatrjáa á Íslandi og finna heimildir var aðallega stuðst við vef- síðuna timarit.is og einnig greinasafn Land- búnaðarháskólans. Upplýsingar um fjölda frétta af ræktun ávaxtatrjáa og heimilda voru flokkaðar eftir árum. Síðan var tekinn saman meðalárshiti í Stykkishólmi úr gögnum frá Veðurstofu Íslands frá árinu 1830 til ársins 2000. Markmiðið með tilraun Garðyrkjufélagsins og Landbúnaðarháskóla Íslands er að kanna hvernig yrki af epla-, peru-, plómu- og kirsu- berjatrjám af finnskum og rússneskum upp- runa vaxa hér á landi. Um 160 manns taka þátt í tilrauninni. Í boði voru um 130 yrki frá gróðrarstöð Leifs Blomquists í Finnlandi og voru fluttar inn 1.758 plöntur vorið 2011. Þátttakendur skrá í gagnagrunn upplýsingar um staðsetningu trjánna, jarðvegsgerð, lifun, þrif og vöxt (Vilhjálmur Lúðvíksson, 2013). Landinu var skipt niður í fjögur svæði eftir staðsetningu þátttakenda sem skráðu í gagna grunninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.