Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 66

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 66
66 Rit Mógilsár 31/2014 Arðskógrækt: Skógrækt sem fjárfestingarmöguleiki Inngangur Getur skógrækt á Íslandi verið arðsamur fjár- festingarkostur fyrir einstaklinga og félög? Síðla árs 2013 var lögð fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um eflingu skógræktar sem atvinnuvegar og sameiningu stjórnsýslu- eininga á sviði skógræktar og landgræðslu (þingskjal 273 – 211. mál). Í greinargerð með tillögunni segir: „Nauðsynlegt er að kanna og laða að fjárfestingar m.a. sjóða, einstak- linga og félaga fyrir eigin reikning í arðsamri skógrækt á Íslandi, en slík fjárfesting er vel þekkt erlendis.“ Eru til peningar í fjárfestingar á Íslandi? Árlega þurfa lífeyrissjóðir að fjárfesta fyrir að minnsta kosti 110 til 130 milljarða króna. Þessi fjárfestingarþörf gæti numið 145 til 190 milljörðum á ári ef einnig þarf að endur- fjárfesta arð af núverandi fjárfestingum. Þar að auki eru í skuldabréfasjóðum um 232 milljarðar og innlán nærri 1.833 milljarðar (Marinó Örn Tryggvason, 2010). Allt þetta fé þarf að ávaxta á innlendum markaði. Vegna gjaldeyrishafta geta lífeyrissjóðir ekki fjárfest erlendis. Þótt gjaldeyrisviðskipti væru frjáls yrðu sjóðirnir samt sem áður að ávaxta verulegan hluta eigna sinna innanlands því að gjaldeyristekjur landsins duga ekki fyrir vöruinnflutningi, afborgunum af erlendum lánum og verulegu útstreymi fjármagns til fjárfestinga. Falli gengi krónunnar vegna kaupa lífeyrissjóða á gjaldeyri til erlendra fjárfestinga þá tapa þeir fé sem gengis fallinu nemur. Það er því til verulega mikið fé á Íslandi sem hugsanlega mætti verja í skógar- fjárfestingar. Árleg fjárfestingarþörf lífeyris- sjóðanna einna er það mikil að væri það fé allt lagt í nýskógrækt tæki það sjóðina aðeins 5 - 10 ár að klæða allt láglendi á Íslandi skógi. Telji fjárfestar að skógrækt sé freistandi kostur þá er til meira en nægt fé til að klæða landið skógi! En er skógrækt á Íslandi freistandi fjárfestingarkostur? Kostir skógræktar Skógrækt getur verið freistandi kostur til að dreifa áhættu í eignasafni. Helsti kostur hennar sem fjárfestingar er að afkoma í skógrækt fylgir lítið sveiflum á markaði með hlutabréf og skuldabréf. Það dregur því veru- lega úr áhættu í eignasafni að hafa hluta fjárfestingar í vel reknum arðskógi. Virðisauki fjárfestingarinnar stafar mest af viðar- og stærðarvexti trjánna. Hægt er að fresta höggi ef timburverð er lágt. Trén vaxa áfram og arðinn má innleysa þegar verð hækkar á ný. Þegar til langs tíma er litið hækkar timbur- verð að mestu í takt við almennar breytingar verðlags og kostnaðar. Tekjur af skóginum eru því verðtryggðar og fjárfestar sækja í skógrækt á verðbólgu- og krepputímum. Meginkostur skógar umfram margar aðrar fjárfestingarleiðir er því tiltölulega örugg langtímaávöxtun. Gallar skógræktar Digra sjóði þarf til að kaupa land og rækta skóg. Fjárfesting í skógrækt er því helst á færi auðmanna eða sjóða þar sem margir minni fjárfestar leggja saman. Ekki er nægilegt að leggja út fyrir skóginum, heldur fylgir árlegur rekstrarkostnaður við girðingar, umsjón og tryggingar. Í skógrækt er töluverð lausa- fjáráhætta, því þurfi að losa fé er seinlegt að selja skóginn. Þessu til viðbótar er ræktunar- áhætta. Hún felst í afföllum við gróður- setningu, óvissu um vöxt trjánna og áföll Þorbergur Hjalti Jónsson Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá thorbergur@skogur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.