Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 28

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 28
28 Rit Mógilsár 31/2014 Vesturlands (Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022). Þekja náttúrulegra birkiskóga og -kjarrs í Borgar byggð er mörg þúsund hektarar og lögð er áhersla á að þessi vistkerfi verði fyrir sem minnstri röskun. Gert er ráð fyrir í aðal- skipulagi Borgarbyggðar að innan náttúru- legra birkiskóga og -kjarrs sé einungis heimilt að gróðursetja trjáplöntur sem tilheyra íslenskri flóru. Óheimilt er með öllu að ryðja náttúrulegan birkiskóg án þess að fyrir liggi deiliskipulag að viðkomandi framkvæmd. Birkiskógarnir í Húsafelli, Grábrókarhrauni í Norðurárdal og í hraununum við Haffjarðará eru rómaðir fyrir náttúrufegurð. Landi til sumar húsabyggðar er oft valinn staður þar sem er að finna birkiskóg og hraun. Víða innan sveitarfélagsins hefur hrauni og kjarri verið raskað í tengslum við uppbyggingu sumar- húsa. Um 1.300 bústaðir og 1.100 skipu- lagðar lóðir eru í Borgarbyggð, samtals 6.000 hektarar (Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010- 2022). Samkvæmt 37. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd er kveðið á um sérstaka vernd jarðmyndana og vistkerfa og í 39. gr. sömu laga er kveðið á um vernd skóga og annarra gróðursamfélaga. Því miður hefur átt sér stað röskun á birkiskógum og jarð- myndunum innan marka Borgarbyggðar þrátt fyrir háleit markmið. Fjörutíu ára markmið í lögum um landshluta bundin skógræktarverkefni (nr. 95/2006) miðar við að a.m.k. 5% láglendis Íslands neðan 400 m h.y.s. verði skógi vaxin. Heildar flatarmál skógræktaráætlana Vestur- landsskóga í Borgarbyggð er 4.760 ha eða um 1,6% af landsvæði neðan 400 m h.y.s (Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022). Mikilvægt er að skógrækt sé vel skipulögð og í samræmi við lög um náttúruvernd og aðrar skuldbindingar sem Íslendingar hafa samþykkt, t.d. rammasamninginn um verndun líffræðilegrar fjölbreytni (Stjórnar- tíðindi C 17/1993). Í því sambandi þarf að taka sérstakt tillit til náttúruverndarsvæða og tryggja að þar sem verið er að endur- heimta upprunaleg vistkerfi sé það aðeins gert með innlendum tegundum, t.d. birki, reyni, blæösp og víðitegundum. Samkvæmt aðalskipulagi Borgarbyggðar er heimilt að nota útlendar plöntutegundir sem skráðar eru í svokölluðum B-lista umhverfisráðherra, sem er listi til ræktunar hér á landi með þeim skilyrðum og í samræmi við leiðbeinandi reglur um ræktun og dreifingu þeirra, nema á eftirfarandi stöðum: 1. Friðlýstum svæðum. 2. Á landslagsgerðum er njóta sérstakrar verndar. 3. Á landsvæði ofan 300 metra hæðar yfir sjávarmáli. Með þessari hæðarviðmiðun er gengið lengra en í lögum um lands hlutabundin skógræktarverkefni (nr. 95/2006) segir til um. Í Borgarbyggð er nytjaskógrækt óheimil nær bökkum árfarvega, vatna og sjávarsíðu en 30 metra (Aðalskipulag Borgar byggðar 2010-2022). Eins og skógræktarfólki er kunnugt þá þarf oft að nota vélknúin ökutæki við grisjun nytjaskóga og því var ákveðið að setja 30 metra markalínu til að verja náttúrulegan gróður við vatnsbakka og fjölbreytt landslag við ár, vötn og strandlengju. Einnig er mikilvægt að tryggja aðgengi almennings með fram vatnsbakka. Tekið skal fram að Borgarbyggð hefur engin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.