Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 19

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 19
Rit Mógilsár 31/2014 19 Tilgangurinn með verkefninu er að taka saman fróðleik um skógarafurðir í þeim löndum sem taka þátt í verkefninu ásamt því að afla gagna um nýtingu þessara auðlinda, stjórnun nýtingarinnar og vistfræði auðlindanna ásamt hagrænum áhrifum fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þessi tvö verkefni tengjast vel í skóginum og afurðum hans, sem allar falla undir hugtakið lífhagkerfi. Hér verður gerð lítillega grein fyrir þeim möguleikum sem íslenskir skógar búa yfir og hvernig best verður komið til móts við þá möguleika við skipulagningu skógarins í upphafi. Einnig verður sagt frá þeim leiðum sem skógarbændur hafa til nýtingar á lífauðlindum skóga á Íslandi og framtíðartækifærum. Stuðst er við flokkun Cost FP1203 á afurðum skóganna og því verður ekki fjallað hér um timburframleiðslu í íslenskum skógum. Skipulag skóga með tilliti til skógarafurða Víða í löndum Evrópu er löng og mikil hefð fyrir nýtingu skógarafurða þótt sú nýting hafi minnkað þegar leið á tuttugustu öldina. Áhugi hefur hins vegar verið að aukast á síðustu árum á þessum afurðum og hefur Evrópusambandið staðið fyrir fjölda rannsóknarverkefna til að auka áhuga og þekkingu á þessum afurðum skóganna (COST Action FP1203, 2014). Ljóst er að stór, en lítið nýttur, markaður er fyrir vörur úr íslenskum skógum og því eiga skógarafurðir mikla framtíðarmöguleika hér á landi. Sveppir úr skógum landsins Matsveppir hafa lengi verið hluti af fæðu mannkynsins og þekking á sveppum og nýtingu þeirra hefur haldist allt fram á þennan dag. Niðurstöður úr fjölda rannsókna á þessu sviði hafa verið birtar á síðustu árum svo sem magn sveppa og nýting þeirra í Finnlandi (Turtiainen o.fl., 2012), upp- skeruáætlanir fyrir matsveppi í skógarreitum á Spáni (Martinez-Pena o.fl., 2012) og áhrif af verðmæti sveppa á umhirðustjórnun skógarreita í Katalóníu á Spáni (Palahí o.fl., 2009). Hér á landi hafa verið gefnar út bækur um matsveppi svo sem Matsveppir í náttúru Íslands (Ása Margrét Ásgrímsdóttir, 2009) og Sveppabókin (Helgi Hallgrímsson, 2010) sem er alfræðirit um íslenska sveppi. Sveppir hafa verið hluti af öðrum rannsóknum, svo sem SKÓGVIST (Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, 2007), en ekki hafa enn farið fram rannsóknir á hversu mikið er tínt af sveppum árlega hér- lendis eða hvaða efnahagsleg áhrif tínsla og sala matsveppa hefur hér á landi. Við skipulag skógræktar eru möguleikar landsins til ræktunar nýttir sem best með því að velja þar tegundir sem vaxa og dafna vel. Hingað til hefur skipulagning á jörðum skógarbænda að stærstum hluta miðast við timbur afurðir skóganna en litlu þarf að breyta til að hægt sé að fá miklar og góðar afurðir úr skóginum aðrar en timbrið. Víða um vestan- og sunnanvert landið vex lerki ekki vel sé það ætlað til timburnota, en lerki- sveppir vaxa hins vegar alls staðar vel í skjóli lerkisins. Lerkið er auk þess ágætis land- bótatré og því er upplagt að gróðursetja lerki í rýr holt í skógræktarlandinu til að fá sveppa- uppskeru þótt trén verði kannski ekki góð timburtré. Lerkisveppir eru góðir matsveppir og er greitt töluvert verð fyrir þá bæði ferska og þurrkaða. Sama gildir um furusveppi, þeir eru afar góðir matsveppir og því um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.