Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 87

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 87
Rit Mógilsár 31/2014 87 Bestu tré bestu asparklóna: Staðan í asparkynbótaverkefninu Halldór Sverrisson Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá halldors@skogur.is 1. mynd. Elsti hluti klónasafnsins í Hrosshaga sem byrjað var að planta í árið 2009. Útdráttur Á árunum 1995 til 2006 voru gerðar talsvert umfangsmiklar stýrðar víxlanir á alaska- asparklónum á Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá. Meginþunginn af þessu starfi hefur verið frá árinu 2002, en þá var asparryð nýkomið til landsins og því þótti nauðsynlegt að fá fram klóna með góða ryðmótstöðu. Annað aðalmarkmið var að finna efnivið sem hentaði ólíkum landshlutum og því var ráðist í afkvæmatilraunir víða um land. Á árunum 2008 til 2012 var safnað sprotum af völdum einstaklingum í öllum tilraununum og þeim plantað í safn í Biskupstungum. Mörg afkvæm anna úr víxlununum sýna afburða- góðan vöxt. Í þessari grein eru nokkur þeirra afkvæma sem plantað var 2009 borin saman við jafngömul tré af eldri klónum í safninu. Inngangur Árin 1995, 2002, 2004 og 2006 var víxlað saman klónum af alaskaösp úr ýmsum áttum (Halldór Sverrisson o.fl., 2006). Til- gang urinn var að fá fram mikinn fjölda ólíkra afkvæma, sem síðan væri hægt að velja úr efnilega einstaklinga til framhalds prófana. Helsti hvatinn að verkefninu, sem hófst með víxlunum vorið 2002, var að auka þol gegn sjúkdómnum asparryði sem þá hafði nýverið borist til landsins. Afkvæmatilraunir voru settar niður víða á landinu á vegum Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá sem hluti af kynbótaverkefninu Betri tré. Á árunum 2008-2012 voru valdir einstaklingar og þeim fjölgað, þannig að hægt væri að setja fjórar plöntur af hverjum klón í klóna- safn, sem staðsett er í Hrosshaga í Biskups- tungum (Halldór Sverrisson, 2012). Þar verða síðar valdir bestu klónar til prófana í nýjum samanburðartilraunum á nokkrum stöðum á landinu. Um asparklónasafnið Ákveðið var að velja safninu stað þar sem veðurfar er blanda af hafrænni veðráttu og veðráttu með meiri meginlands einkennum, svo sem meiri tíðni haustfrosta. Vegna kostnaðar var ekki unnt að hafa safnið á fleiri en einum stað. Staðsetning safnsins í Biskupstungum gefur möguleika á að meta áhrif haustfrosta á efniviðinn. Asparryð er landlægt á svæðinu og þar með er mögulegt að meta mótstöðu klónanna gegn ryði í mestu ryðárum. Einnig má geta þess að í uppsveitum Árnessýslu eru eldri klóna- tilraunir til samanburðar (Aðalsteinn Sigur- geirsson, 2001). Vöxtur alaskaaspar getur verið góður við þau veðurfars- og jarðvegs- skilyrði sem eru í uppsveitum Árnessýslu (Halldór Sverrisson ofl., 2011, Arnór Snorrason og Stefán Freyr Einarsson, 2002.). Það gefur möguleika á að velja klóna sem sýna mikla vaxtargetu við góð skilyrði. Í safninu eru 390 lífvænlegir einstaklingar. Ef til vill eru þó einhverjir þeirra samklóna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.