Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 11

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 11
Rit Mógilsár 31/2014 11 er best fyrir sveitarfélög að stuðla að endur- heimt og útbreiðslu birkiskóga? Ættu fleiri sveitarfélög að setja sér sérstaka stefnu um skógrækt og loftslagsmál? Ef stefnan í landnotkun stuðlar ekki að sjálf- bærri landnýtingu, þarf að skilgreina aðgerðir sem geta falist í leiðbeiningum og fræðslu, sem er yfirleitt besta aðgerðin til lengri tíma, hvatningu, t.d. með styrkjum eða fjárhags- legum stuðningi, setningu viðmiða um hvað teljist sjálfbær nýting, t.d. leiðbeiningar um bestu vinnubrögðin og síðast, og jafnframt kannski síst, setningu á reglum. Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu Ráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna faglegan grunn fyrir landsskipulagsstefnu varðandi landnotkun í dreifbýli, sem verði leiðarljós fyrir sveitar félög um landnotkun og sjálfbæra land nýtingu í skipulagsáætlunum þeirra. Vinna hópsins felst í því að taka saman yfirlit með fyrir- liggjandi grunnupplýsingum um landkosti á Íslandi og yfirlit um þróun landnotkunar í dreifbýli síðustu 10 ár. Hann á að draga saman yfirlit um þær áætlanir og áform sem liggja fyrir varðandi landnotkun í dreifbýli, leggja mat á líklega þróun landnotkunar næstu ár og meta hvort og þá með hvaða hætti þessar áætlanir og áform skarast. Einnig á hópurinn að gera grein fyrir því hvernig leggja megi mat á sjálfbærni landnýtingar fyrir mismunandi landnotkun. Í þessum hópi eiga sæti fulltrúar úr umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Skipulagsstofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hópurinn hefur í störfum sínum lagt megináherslu á að draga fram þau atriði sem helst brenna á hagsmunaaðilum, stofn- unum og sveitarfélögum varðandi skipulag landnotkunar. Auk þess hefur hópurinn tínt til skýrslur, niðurstöður og tillögur ýmissa starfs hópa sem skipaðir hafa verið af stjórn- völdum. Dæmi um það eru tillögur starfs- hóps um varðveislu ræktanlegs lands frá árinu 2010, starfshópur um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu frá árinu 2013, tillögur um aukna útbreiðslu birkiskóga, Hvítbjörk, árið 2012 og skýrsla um mörkun langtíma stefnu íslenskrar nytjaskógræktar í samræmi við lög um landshluta- verkefni í skógrækt (unnin af svokallaðri Jóns Birgis nefnd). Þetta hefur verið dregið saman í áfangaskýrslu til ráðherra. Þessari áfangaskýrslu er einnig ætlað að vera stuðningsefni við gerð tillögu að landsskipulagsstefnu, umhverfismat og gerð sviðsmynda. Samantekt Þróunin er sú að skógrækt er í vaxandi mæli til umfjöllunar í skipulagi sveitarfélaga. Sú umfjöllun er mjög mismunandi og getur það helgast af aðstæðum, umfangi skógræktar á viðkomandi svæðum eða ýmsum öðrum sjónarmiðum. Landsskipulagsstefna á að vera leiðarljós fyrir sveitarfélögin, m.a. varðandi skógrækt, og gerð hennar er ferli sem felur í sér samræðu og samráð. Það er hægt að nýta til að koma á framfæri sjónarmiðum og líka til að hlusta. Starfshópur um landnotkun og sjálfbæra landnýtingu í dreifbýli vinnur að faglegum grunni sem umfjöllun um það viðfangsefni á að byggja á í tillögugerð fyrir landsskipu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.