Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 81

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 81
Rit Mógilsár 31/2014 81 Notkun arginín-áburðar á rússalerki í tveimur landgerðum – samanburður við hefðbundinn áburð Útdráttur Kannað var hver hagkvæmasti skammturinn af arGrow® Support áburði væri á rússalerki (Larix sukaczewi) fyrir gróðursetningu. Í kjöl- farið voru settar út tilraunir í tveimur land- gerðum þar sem áhrif áburðarins voru borin saman við áhrif hefðbundins tilbúins áburðar á rússalerki. Niðurstöður þessara tilrauna leiddu í ljós að hagkvæmasti skammturinn af arGrow® Support var 20 ml/plöntu fyrir rússa lerki í 40 hólfa bakka og að mögulegt var að koma áburðinum á plöntur í gróðrarstöð með hefðbundinni yfirvökvun. Áburðurinn hafði sömu áhrif og hefðbundinn áburður á rússalerki í rýru skógræktarlandi en skilaði lakari vexti þegar gróðursett var í mólendi. Inngangur Undanfarin ár hefur sænska líftæknifyrirtækið Swetree unnið að þróun nýs áburðar fyrir skógar plöntur. Köfnunarefnið (N) í honum er á formi arginín-amínósýrunnar í stað ólífræna, hefðbundna formsins sem er ammóníum (NH4+) eða nítrat (N03-). Amínósýran arginín samanstendur af fjórum N-atómum sem eru um 32% af mólþunga sameindar- innar (Linda Gruffman, 2013). Ein tegund Swetree-áburðarins er arGrow® Support (inniheldur aðeins N) sem er ætlaður til þess að gefa skógarplöntum forða af N með sér út í mörkina og er þá miðað við að plöntur séu vökvaðar með honum áður en þær fara til gróðursetningar. Þar sem arginín er plúshlaðin sameind binst það auðveld- lega við mínushlaðnar jarðvegsagnir, er því lítt hreyfanlegt í ræktunarefni plantna og skolast seint út (Linda Gruffman, 2013). Þannig er hægt að nesta plöntur áður en þær eru fluttar til gróðursetningar. Tilraunir með að nota áburðinn á þennan hátt í Svíþjóð hafa leitt í ljós aukinn hæðar- og þvermálsvöxt og að lifun er betri hjá rauðgreni- (Picea abies) og skógarfuruplöntum (Pinus sylvestris) en hjá plöntum sem hafa fengið ólífrænan N-áburð (Swetree technologies, 2014). Plöntur sem aldar hafa verið upp á arGrow® Complete (inniheldur N og önnur nauðsynleg aðal- og snefilefni) í gróðrarstöð hafa hærra rótar/sprotahlutfall en plöntur sömu tegundar sem hafa fengið hefðbundinn áburð í upp- eldinu. Hlutfall fínróta í rótarhnaus er einnig hærra og fleiri rótarendar hafa svepprót í lok ræktunarlotu í gróðrarstöð (Linda Gruffman o.fl, 2012). Hér á landi hefur tíðkast að bera hefðbund inn ólífrænan áburð á plöntur við gróðursetn- ingu. Virki arGrow® Support áburðurinn með svipuðum hætti í foldu og hefð bundinn áburður gæti fjárhagslegur ávinningur orðið umtalsverður fyrir skógræktendur. Árið 2012 voru 227.496 rússalerkiplöntur gróðursett- ar á vegum Norðurlandsskóga. Verkefnið borgaði 7 kr. fyrir áburðargjöf á hverja plöntu. Í þessum 7 kr. var innifalin bæði vinnan fyrir áburðargjöfina og áburðurinn. Ef hefðbund- inn áburður hefur verið borin á allar þessar plöntur hefur sú áburðargjöf kostað 1.592.472 kr. Lítrinn af arGrow® Support kostar tæplega 2.000 kr (vorið 2012). Hann dugir á 3.500 plöntur miðað við að 20 ml séu settir á hverja plöntu. Ef arGrow® Support hefði verið notaður til áburðargjafar fyrir samsvarandi magn af plöntum sumarið 2012 hefði áburðargjöf á lerki það árið kostað 130.000 kr. Markmið þessa tilraunaverkefnis var (1) að kanna hvaða skammtur af áburðinum myndi gefa besta raun fyrir rússalerki og (2) að gera Rakel J. Jónsdóttir Norðurlandsskógum rakel@nls.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.