Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 60

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 60
60 Rit Mógilsár 31/2014 undar erfiðara, alveg eins og sú fyrrnefnda getur gert líf þeirrar síðarnefndu léttbærara. Í flestum tilvikum þar sem útlendingur hefur verið bendlaður við fækkun í stofnum inn- lendrar tegundar, er samt lítil von til þess að hægt sé að greina sundur beinan þátt útlendingsins umfram það sem stafar af breytingum í vatnsbúskap, lífefnafræði, annarri röskun (af völdum náttúrunnar eða af völdum manna) og mörgum öðrum þátt- um sem er ekki með nokkrum hætti hægt að kenna framandi innrásarlífveru um. Í rannsókn sem fyrr var vitnað til úr Kaspía- hafi, töldu Aladin og Plotnikov (2004) upp aðra þætti en beina samkeppni um bú- svæði eða afrán sem geta hafa valdið inn- lendum tegundum andstreymi og búsifjum; svo sem losun eiturefna; fiskdauða í túrbínum vatnsaflsvirkjana; háan styrk eitur- efna í uppi stöðulónum vatnsafls virkjana, lækkun sjávarstöðu, m.a. fyrir minna vatnsrennsli til sjávar vegna stíflna og áveitu- skurða; byggingu flóðvarnargarða sem ætlað var að koma í veg fyrir vatnsrennsli út í flóa, en olli því að flóinn þornaði upp; og mengun frá olíuvinnslu, fenólum, yfirborðs- virkum efnum, DDT og öðru skordýraeitri, og þungmálmum á borð við kadmín (Cd), kopar (Cu) eða sink (Zn). Í slíkum tilvikum er e.t.v. einfaldast að bendla framandi lífveru við málið, þótt hugsanlega séu þar fleiri þættir að verki og að sök framandi lífverunnar sé léttvæg í heildarsamhenginu. Þá ályktun má draga, að eftir því sem fram andi tegundum fjölgar, eykst líffjöl- breytni á stærri landslagsskala, með því að heildar fjölda tegunda fjölgar (án þess að þær tegundir sem fyrir voru hafi látið undan síga) og fjölbreytni búsvæða eykst. Þó eru á slíku un- dantekningar og margar vistfræði rannsóknir eru nú stundaðar á þeim aðstæðum sem kalla fram slíkar undantekningar. En gefi menn sér að líffjölbreytni sé góð í sjálfu sér, að efling hennar sé æskileg og að fjölgun tegunda í tilteknu vistkerfi leiði til aukinnar líffjöl breytni, þá hlýtur niðurstaðan að verða sú að betra sé fyrir lífríki eða vistkerfi að tegundum fjölgi – þ.á.m. með fjölgun nýbúa. Líffjölbreytni er ekki fagurfræðilegt hugtak Að sjálfsögðu geta stærri landssvæði eða vistkerfi orðið í mörgu tilliti frábrugðin sögulegum forverum sínum eftir að fram- andi lífverur hafa numið þar land. Ásýnd þeirra eða ástand gæti t.a.m. umbreyst með tilkomu slíkra nýbúa í það horf sem þóknast ekki fegurðarsmekk sumra manna eða fjárhags legum hagsmunum þeirra. Einhverjum kynni að hugnast betur lítt eða illa gróinn íslenskur melur eða basaltsandur en sama land vaxið framandi, gróskumiklum gróðri (1. og 2. mynd). Innflutt illgresi í akuryrkju eða skógrækt (sem keppir um ljós, vatn og næringu við nytjaplöntuna) eykur kostnað við ræktun nytjaplöntunnar. En það breytir ekki því að fjölgun hefur orðið meðal tegunda vistkerfisins og það hefur orðið líffjölbreyttara en áður – og ekki aðeins með tilliti til tegundafjölbreytni þess. Ef nýbúar í vistkerfi hafa í för með sér merkjan legar breytingar á virkni og starf- semi þess, þá verður til nýtt vistkerfi sem er nægilega frábrugðið þeim vistkerfum sem fyrir voru til þess að það leiði til aukinnar fjölbreytni meðal vistgerða. Sumir meðal okkar mannanna myndu eflaust telja slíka breytingu til skaða og sakna þess sem fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.